| 
           
        
        Saint-Louis er borg á St Louis-eyju í ósum Senegalfljótsins.  Hún er 
        mikilvæg hafnarborg og miðstöð verzlunar, samgangna og flutninga fyrir 
        Fljótsdalinn.  Frakkar stofnuðu borgina 1659, þegar þeir byggðu þar 
        víggirtan verzlunarstað.  Hann er meðal elztu evrópsku byggða í 
        Vestur-Afríku.  Á árunum 1885 til 1902 var St Louis höfuðborg Frönsku 
        Vestur-Afríku og frá 1902 til 1958 var hún höfuðborg Senegal og 
        Máritaníu.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 126 þúsund.  |