Khartoum Súdan,
Flag of Sudan


KHARTOUM
SÚDAN


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Khartoum, höfuðborg Súdan, er skammt sunnan ármóta Bláu- og Hvítu-Nílar.  Brýr tengja hana nágrannaborgunum Norður-Kharoum og Omdurman, þannig að þarna er þéttbýlasta svæði landsins.  Árið 1821 stóð egypzk herstöð á borgarstæðinu og byggð þróaðist umhverfis hana.  Mahdistsar settust um hana og eyddu árið 1885 og drápu Charles George Gordon, hershöfðingja, sem var þá landstjóri Breta í Súdan.  Lord Kitchener, landstjóri, náði henni aftur á vald Breta 1898 og endurbyggði hana sem setur samstjórnar Breta, Egypta og Súdana til 1956, þegar hún varð höfuðborg sjálfstæðs ríkis.

Khartoum er mikilvæg miðstöð viðskipta og samngangna.  Þaðan liggja járnbrautir til Egyptalands, Port Súdan og Al-Ubayyid.  Mikil umferð er um Bláu- og Hvítu-Níl og skammt utan borgar er millilandaflugvöllur.  Helztu byggingar borgarinnar, þ.m.t. landstjórahöllin, þingið, Þjóðminjasafnið, Borgarháskólinn (Gordonháskólinn st. 1902), Nylayn-háskólinn (áður hl. af Kairóháskóla, st. 1955) og Vísinda- og tækniháskólinn (1950), standa við trjáprýddar breiðgötur.  Meðal kirkna borgarinnar eru dómkirkjur katólskra, biskupakirkjunnar, kopta, grikkja og maroníta og nokkrar moskur.  Helztu framleiðsluvörur borgarbúa eru vefnaðarvörur, gúmmí og gler.  Einnig er mikið um prentun og framleiðslu matvæla.  Lagningu olíuleiðslu milli Khartoum og Port Súdan var lokið 1977.  Vegna mikils aðflutnings úr sveitum landsins er yfirbragð Khartoum minna markað arabískum áhrifum en systurborganna, þótt flestir íbúanna tali arabísku.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var 925 þúsund.  Íbúafjöldi Khartoum, Norður-Khartoum og Omdurman var tæplega 1,4 miljónir árið 1993 og stórborgarsvæðisins alls tæpar 2 miljónir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM