| 
           
        
        Þessi
        slétta er líka kölluð Jeffara, Djeffara eða Gefara. 
        Hún er á strönd Miðjarðarhafsins norðvestast í Líbýu og
        suðautanverðu Túnis.  Hún
        er eins og hálfhringur í lögun og nær frá Qabis í Túnis og endar
        u.þ.b. 20 km austan Tripoli í Líbýu. 
        Hún teygist u.þ.b. 130 km inn í landið og er u.þ.b. 37.000
        km² að flatarmáli.  Hún
        skiptist nokkurn veginn til helminga milli landanna. 
           
          Sléttan
        hækkar til suðurs frá Miðjarðarhafinu upp að Saharaeyðimörkinni
        í þremur þrepum.  Nyrzti
        hlutinn er mjó sandströnd með saltsvæðum og tjörnum á regntímanum. 
        Sunnar tekur við öldótt landslag með steppugróðri í 50-200
        m.y.s.  Syðsti hlutinn er
        við rætur Sahara, kallaður Nafusah-sléttan í Líbýu. 
        Í Túnis teygist langur angi þessar sléttu frá norðri til suðurs
        og myndar vesturlandamæri strandsléttunnar (az-Zahr eða Dahar).  Úrkoman á mestum hluta þessa svæðis er 125-250 mm á ári
        nema næst Miðjarðarhafinu í grennd við Tripoli, 380 mm. 
           
          Á
        ströndinni eru margir pálmalundir og þar er nokkuð um ávaxta- og
        kornrækt.  Miðsvæðið,
        þar sem grunnvatnsborðið er mun dýpra, er eingöngu nýtt til beitar
        (geittur og sauðfé).  Þegar
        komi er upp í u.þ.b. 300 m.y.s., tekur við eyðimörk með dreifðum
        vinjum, sem er greinilega aðskilin frá Sahara.  |