| 
           Jundubah
        er borg í norðvestanverðu Túnis í miðjum Wadi Majardah-dalnum. 
        Borgin byggðist við járnbrautina frá Túnis til Alsír, þegar
        landið var franskt verndarsvæði (1881-1956) og er nú miðstöð
        kornræktarhéraðs og útflutnings kornvöru, einkum hveitis. 
        Rústir Numidian, sem síðar var rómverska borgin Bulla Regia,
        eru 8 km norðan Jundubah.  Umhverfis
        borgina er ársetsslétta í Majardah-dalnum. 
        Loftslagið er heitt og þurrt og tilvalið til kornræktar með
        áveitum.  Áætlaður íbúafjöldi
        árið 1989 var tæplega 40 þúsund.  |