| 
           
        Qabis
        er borg í suðaustanverðu landinu við mynni Qabis-árinnar. 
        Upptök hennar eru á Ras al-Qued-lindasvæðinu, 10 km frá ósunum. 
        Borgin er í vin á strönd Miðjarðarhafsins við Gabes-flóa. 
        Hún var stofnuð sem rómverskur verzlunarstaður og hét þá
        Tacapa.  Þegar Tyrkir réðu
        ríkjum, fór henni aftur en á dögum Frakka lifnaði svolítið yfir
        henni á ný.  Þá var
        byggt upp vega- og járnbrautakerfi og höfnin var gerð. 
        Þessi nútímaborg er enn þá mikilvæg vin og miðstöð viðskipta. 
        Fiskveiðar, ávaxtarækt og textíliðnaður eru undirstöðuatvinnugreinar. 
        Þarna eru líka efna, járn- og sementsverksmiðjur. 
        Umhverfi borgarinnar eru hálfeyðimerkursvæði í miðsuðurhlutanum. 
        Þar eru þorpin Matmatah, þar sem berbar rækta ólífutré,
        al-Hammah, sem er markaðsþorp Beni Zid-hirðingjanna og nokkrar aðrar
        vinjar.  Áætlaður íbúafjöldi
        árið 1984 var rúmlega 90 þúsund.  |