Entebbe Úganda,
Flag of Uganda

Booking.com


ENTEBBE
ÚGANDA

.

.

Utanríkisrnt.

Entebbe er borg við norðvestanvert Viktoríuvatn.  Hún er einkum bústaður ríkisstarfsmanna, sem starfa í nærliggjandi höfuðborg landsins, Kampala.  Entebbe er prýdd fögrum grasagarði og flugvöllur hennar er einn hinn stærsti í Austur-Afríku.  Á árunum 1893-1958 var Entebbe miðstöð nýlendustjórnar Breta í Úganda.  Árið 1976 var flugvöllurinn vettvangur árásar ísraelskrar sérsveitar, sem var send til að bjarga rúmlega 100 gíslum, sem palestínskir hryðjuverkamenn tóku í flugráni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 42 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM