Jinja Úganda,
Flag of Uganda

Booking.com


JINJA
ÚGANDA

.

.

Utanríkisrnt.

Jinja er borg við Napóleonflóa í Viktoríuvatni í suðaustanverðu Úganda.  Umhverfis borgina eru sykurplantekrur og höfn hennar þjónar fiskimönnum.  Jinja er einnig mikilvæg miðstöð verzlunar og í borginni er framleiddur borðviður og vindlingar.  Hagur borgarinnar fór í rúst á valdatíma ógnareinvaldsins Idi Amins.  Við Owen-fossa, 2,4 km norðan Jinja er stífla og stórt raforkuver.  Buqembe, fyrrum höfuðborg konungsríkisins Busoga, er skammt frá Jinja. Í borginni er minnisvarði um Mahatma Gandhi.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 61 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM