Bulawayo Zimbabwe,
Flag of Zimbabwe

Booking.com


BULAWAYO
ZIMBABWE

.

.

Utanríkisrnt.

Bulawayo er borg við ána Matsheumlope í 1340 m hæð yfir sjó í Zimbabwe.  Hún er önnur stærst borga landsins og miðstöð iðnaðar.  Hún er einnig miðstöð vörudreifingar og járnbrautasamgangna.  Þar er stunduð prentun, bruggun og framleiðsla fatnaðar, hjólbarða, viðtækja, málmvöru og byggingarefna.  Talsvert er unnið úr landbúnaðarafurðum frá búgörðum og býlum umhverfis.  Tækniskóli (1927), Þjóðminjasafn (1901; náttúrugripasafn; jarðfræði).  Cecil Rhodes byggði landstjórahúsið (Government House).  Þarna eru 18. aldar rústir af Khami.  Bretar stofnuðu þarna til byggðar árið 1893 eftir unninn sigur á Lobengula, konungi Matabele, á þorpstæði hans (Gubulawayo).  Byggðin var færð sunnar á núverandi stað 1894.  Borgin komst í járnbrautarsamband 1897.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 621 þúsund.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM