Córdoba Argentína,
Flag of Argentina


CÓRDOBA
ARGENTÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Córdoba er höfuðborg Córdoba-héraðs við Primeroána.  Hún er mikilvæg miðstöð járnbrauta og þar er löng hefð fyrir framleiðslu og verzlun með nautakjöt, ull, ávexti og grænmeti..  Þar er líka flugvélaverksmiðja, nokkrar bifreiðasmiðjur, hveitimyllur og verksmiðjur, sem framleiða plast- og byggingarvörur.  Jesúítar stofnuðu Córdoba-háskóla árið 1613.  Þarna eru fleiri menntastofnanir, s.s. Þjóðlistaháskólinn, og stjörnuathugunarstöð og Veðurstofa Argentínu.  Landslagsfegurðin umhverfis borgina laðar til sín æ fleiri ferðamenn á sumrin.

Spánverjinn Jerónimo Luis de Cabrera stofnaði borgina árið 1573 og hún var löngum miðstöð mennta og heittrúarstefnu.  Jesúítar gerðu hana að einni miðstöðva sinna í Suður-Ameríku í u.þ.b. tvær aldir.  Fyrrum var Córdoba líka höfuðborg spænska nýlenduhéraðsins tucumán.  Íbúafjöldinn var áætlaður rúmlega 1,2 milljónir árið 1991.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM