Sri Lanka efnahagur afþreying,
Flag of Sri Lanka


SRI LANKA
EFNAHAGUR, AFÞREYING

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

ATVINNUVEGIR
Í atvinnulegu tilliti er Sri Lanka hreint landbúnaðarland.  Landbúnaðarafurðir gera meira en að nægja innanlandsþörfum, því að rúmlega 90% útflutningsins byggjast á þeim líka, þótt einungis fjórðungur landsins sé nýtturtil landbúnaðarins.  Breyttar ræktunaraðferðir gerðu kleift að tvöfalda framleiðsluna.  Þessi aukning var nauðsynleg vegna hinnar miklu fólksfjölgun-ar síðastliðin 40 ár og ekki hefði dugað að stækka ræktunarlöndin.  Te er mikilvægasta landbúnaðarafurðin, þrátt fyrir mikla samkeppni annarra landa.  Te frá Sri Lanka hefur sérstöðu á markaðnum vegna gæða eftirsóttustu tegundanna.  Bezta teið vex í 1400-2300 m hæð yfir sjó, en afraksturinn er fremur rýr svona hátt uppi.  Næstmikilvægasta útflutingsafurðin en hrágúmmí.

Teræktin:
 Þekktasta og mikilvægasta útflutningsvara Sri Lanka er te, sem er þekkt undir nafninu Ceylon-te og er eftirsóttasta te í heimi.  Það er undarlegt að því leyti, að te hefur ekki verið ræktað á eyjunni nema í rúma öld.  Ástæðurnar fyrir upphafi teræktarinnar eru hrun kaffiræktarinnar vegna sjúkdóma og mikil eftirspurn eftir tei í heimalandi nýlenduherranna.

Terunninn (camelia sinensis) er ræktaður í suðvesturhlutanum, á láglendinu og allt upp í 2000 m hæð í fjöllunum.  Beztu tetegundirnar (High-grown teas) eru uppskornar í fjöllunum.  Hinar tegundirnar (Medium-grown teas og Low-grown teas) eru ræktaðar neðar í fjöllunum og á láglendi suðurhlutans.  Úr teblöðunum fæst svart te eftir gerjun og vinnslu.  Ógerjað, grænt te, eins og það er ræktað í Kína og Japan, er ekki ræktað á Sri Lanka.  Teræktin fer fram á 20% ræktarlandsins og á hverju ári er safnað u.þ.b. 200.000 tonnum af teblöðum, þar af eru u.þ.b. 80.000 tonn gæðategundir ofan úr fjöllum.  Á árunum 1970-1975 voru flestar teplantekrur, sem enn þá voru í einkaeign síðan á nýlendutímanum, þjóðnýttar.

Veðráttan hefur úrslitaáhrif á gæði teræktarinnar.  Monsúninn gerir allan gæfumuninn fyrir þrjú aðalræktunarsvæðin.  Í Uva-héraðinu, austan Miðhálendisins, eru beztu tegundirnar tíndar af runnunum frá júní til september, þegar suðvesturmonsúninn veldur úrkomu handan Adamstinds.  Svo, þegar norðausturmonsúninn veldur rigningum í Uva-héraði, er telaufið tínt á svæðinu handan tindsins frá janúar til marz.  Í Nuwara-Eliyahéraðinu í hjarta Miðhálendisins verður árstíðaskipta ekki eins mikið vart.  Þar er aðal-uppskerutíminn á meðan norðausturmonsúninn ríkir.

U.þ.b. 98% Ceylontesins er flutt út og uppfyllir eftirspurn u.þ.b. 10% heimsmarkaðarins.  Teútflutningurinn er 40% alls útflutnings landsins.  Fyrirtækið, sem annast að koma teinu á markað, er Ceylon Tea Pormotion Bureau, 574, Galle Road, Colombo 3, Sri Lanka.  Sími:  58 21 21/2.

Iðnaðurinn stendur landbúnaðnum langt að baki, því hann nemur ekki meiru en 10% af brúttóþjóðarframleiðslunni.  Eyjan er líka mjög fátæk af jarð-efnum.  Nú eru nokkrar verksmiðjur reknar í Sri Lanka:  Hjólbarða-, áburðar-, sements-, pappírs- og sykurverksmiðja.  Handiðnaðurinn er smár í sniðum og annar einungis innanlandsmarkaði.

Eftir opnun alþjóðlega flugvallarins Katunayake við Colombo árið 1966 hefur ferðaþjónustunni vaxið fiskur um hrygg ár frá ári.  Flestir ferðamennirnir dvelja á vestur- og suðvesturströndinni í grennd við Colombo og í og við Galle.  Ferðamannabæirnir við Arugamflóann á austurströndinni voru minna sóttir og þá einkum á sumrin, þegar loftrakinn í suðvesturhlutanum var of mikill í sumarmonsúninum.  Eftir að átök hófust milli singalesa og tamíla hefur ekki verið þorandi að senda ferðamenn á þessar slóðir, hvað þá til norðurhlutans og verðfall hefur orðið á þjónustu við ferðamenn annars staðar á eyjunni.


INNKAUP
Innanlandsófriður í austur- og norðurhlutum Sri Lanka hefur dregið úr fjölda erlendra ferðamanna í landinu undanfarin ár.  Þetta hefur haft áhrif á verðlag í landinu og það hefur lækkað smám saman.

Sri Lanka er þekkt fyrir eðalsteina:  Safíra, rúbína og litaða bergkristalla.  Fólki er eindregið ráðlagt, að kaupa eðalsteina bara hjá viðurkenndum kaupmönnum eða í ríkisverzlunum (taka bara við erlendum gjaldeyri sem greiðslu) og geyma kvittanir til að framvísa þeim í tollinum við brottför.  Í ríkisreknu eðalsteinaverzluninni í Colombo (Fort-hverfi, York Street) er hægt að sannreyna þyngd og gæði steinanna.

Listmuni er að finna í hinum ríkisreknu Laksala-verzlunum í stærri borgum.  Þar eru seldir silfur- og gullmunir, útskornir munir úr tré og fílabeini, leirmunir og batík gegn erlendum gjaldeyri.  Það verður að gæta vel að sér, þegar batíkin er skoðuð og keypt, því að það er mikið um fjöldaframleidda vöru úr verksmiðjum, sem hefur ekkert listrænt gildi.  Nokkrar sérverzlanir selja eftirlíkingar af húsgögnum frá hollenzka nýlendutímanum og stundum finnur fólk ekta forngripi.  Þeir, sem hafa gaman af að prútta, ættu að heimsækja markaðinn í Pettah í Colombo.

Í Colombo (257/1 Galle Road) er skattfrjáls stórverzlun (Duty Free Shopping Complex (DFSC)) með u.þ.b. 40 verzlunum.  Þar geta útlendingar valið úr mörgum vörutegundum og greitt með erlendum gjaldeyri.


AFÞREYING  og  SÝNINGAR
Næturlíf  Flest stóru hótelanna bjóða gestum sínum danstónlist og blómasýningar með þjóðlegu ívafi.

Leikhús og kvikmyndahús  Það eru mörg leikhús í Colombo.  Venjulegast er töluð singaleska á sviðinu.  Í öllum stærri borgum eru kvikmyndahús, sem sýna kvikmyndir með ensku, singalesku eða tamílsku tali.

Íþróttir  Það er hægt að stunda allar *vatnaíþróttir, sem fundnar hafa verið upp: Vatnaskíði, brimbretti, veiðiköfun og rannsóknarköfun, siglingar o.fl.
Golfvelli er að finna í Colombo, Nuwara Eliya og Diyatalawa.
Tennis er meðal vinsælla íþrótta og margir klúbbar bjóða nýja meðlimi velkomna til skamms tíma.

Veiðitíminn er frá nóvember til apríl.  Veiðileyfi fást hjá Sild Life Department Office (Echelon Square, Colombo).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM