Sri Lanka formsatriði,
Flag of Sri Lanka


SRI LANKA
FORMSATRIÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ferðapappíarar:  Allir ferðamenn verða að hafa gilt vegabréf og Íslendingar þurfa áritun.  Við komuna til landsins verður fólk að framvísa farmiðum úr landi og sýna fram á, að það hafi nægilegt fé til að dvelja í landinu.  Fylla þarf út eyðublað við komuna og afhenda tollgæzlunni hluta þess við brottför.  Flugvallarskattur er innheimtur við brottför.  Fólk, sem kemur frá gulusmitsvæði, verður að sýna bólusetningarvottorð.  Nauðsynlegt er að taka malaríutöflur á láglendissvæðum Sri Lanka.  Vilji fólk leigja sér bíl og aka sjálft (vinstri umferð), þarf að fá sérstakt ökuskírteini, sem viðkomandi yfirvöld afhenda gegn framvísun alþjóðlegs skírteinis.  Bílaleigurnar aðstoða gjarnan við útvegun slíkra skírteina og skýra nákvæmlega umferðarreglur landsins.  Komi fólk með eigin farartæki til landsins, þarf að hafa meðferðis 'landamæraeyðublað' (Carnet de Passages en Douane) og alþjóðlegt leyfi.  Skylda er að hafa ábyrgðartryggingu og farartækið verður að flytja úr landi aftur innan sex mánaða.

Tollur:
  Tollfrjáls innflutingur ferðamanna:  200 vindlingar eða 50 vindlar eða 375 g tóbak, tvær flöskur af víni og 1,5 l áfengis, 62 g af ilmvatni og 0,25 l af Kölnarvatni og allir persónulegir hlutir hlutir, sem ferðamenn þurfa að nota á ferðalögum.  Það þarf að skrá skartgripi, myndavélar og aðra verðmæta hluti við komuna til landsins og flytja þá úr landi aftur innan sex mánaða.

Gjaldmiðill:  1 Sri-Lanka-rúpía (S.L.re.) = 100 Sri-Lanka-sent (S.L.ct.).  Seðlar:  2, 5, 10, 20, 50, 100 og 500 re.  Myntir:  1, 2 (skörðótt brún), 5 (köntuð með ávölum köntum), 10 (skörðótt brún), 25 og 50 ct;  1, 2 (stundum sjököntuð) og 5 re.  Óheimilt er að flytja gjaldmiðil landsins inn og út.  Innflutningur indversks og pakistansks gjaldmiðils er óheftur, séu upphæðir skráðar við komu til landsins og gera verður grein fyrir afganginum með framvísun kvittana við brottför.

Kreditkort:  American Express, BankAmericard (Visa), Diners Club og MasterCard (Eurocard).

Umferðarreglur:  Vinstri umferð!  Hámarkshraði á þjóðvegum 72 km (45 mílur) og í þéttbýli 56 km (35 mílur).

Tungumál:  Singaleska og tamílska eru ríkismál.  Enska er notuð í verzlun og í menntakerfinu.

Klukkan:  Íslenzkur tími + 6½ tími.

Mál og vog:  Metrakerfið.  Einnig eru brezkar mælieiningar í notkun.

Rafmagn:  230/240 volta riðstraumur, 50 hertz.  Sums staðar eru þriggja gata innstungur, þannig að millistykki er nauðsynlegt (fæst í landinu).

Póstur og sími:  Flugpóstur til Evrópu:  Póstkort 400 ct., bréf (>10 g) 500 ct.  Póst-kassar eru rauðir og grænir.  Venjulega tekur 4-5 daga að koma pósti til við-takenda í Evrópu.  Þriggja mínútna símtal við Evrópu kostar u.þ.b. 300 re.  Miklar truflanir eru í símakerfinu, svo að utanlandssímtöl verður að panta með fyrirvara.

Lögbundnir frídagar:  1. janúar, Thai Pongal Day (um miðjan janúar), 4 febrúar, Maha Sivarathri Day (í lok febrúar), 12. og 13. apríl (nýár), föstudagurinn langi, 1. maí, 22. maí, Ramasan (byrjun júlí), Hadji-hátíðin (byrjun sept.), Deepavali (lok okt.), fæðingardagur spámannsins (byrjun des.), 25 des., 31. des., Poya-dagurinn er dagur fulls tungls (hátíðahöld í hvert skipti).

Viðskiptatímar Opinberar stofnanir:  Md.- föd. kl. 09:00-16:30, laugard. til 13:00.
Bankar:  Md. kl. 09:00-13:00, þd.-föd. 09:00-13:30.
Litlar skiptistöðvar eru víða og þær eru yfirleitt opnar milli 08:00 og 20:00.
Verzlanir:  Md.- föd. kl. 08:30-16:30, og sumar 08:30-13:00 á ld.


Klæðnaður:  Vegna hitans á Sri Lanka er bezt að klæðast léttum og víðum fötum úr náttúrulegum efnum.  Uppi í fjöllum er gott að hafa hlýjan fatnað við höndina, því að þar er svalt kvölds og morgna.  Regnfatnaður er nauðsynlegur allt árið, þó einkum á veturna í norðausturhlutanum  og á sumrin í suður- og vesturhlutunum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM