Sri Lanka íbúarnir,
Flag of Sri Lanka


SRI LANKA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúar Sri Lanka eru líklega um þessar mundir (2003) u.þ.b. 19 milljónir.  Íbúafjöldinn hefur rúmlega tvöfaldast síðustu þrjátíu til fjörutíu árin.  Nú búa u.þ.b. 265 manns á hverjum ferkílómetra.  Orsök þessarar miklu fjölgunar er ekki fjölgun barneigna, heldur lækkandi dánartíðni, þ.e.a.s. meira langlífi.  Íbúarnir búa flestir í mesta landbúnaðarhéraði landsins, í suðvesturhlutanum, þar sem stærstu borgirnar eru.  Þar búa nálægt 600 manns á hverjum ferkílómetra.  Á svæðum, þar sem er minni úrkoma, búa u.þ.b. 120 manns á ferkílómetra.

Meirihluti íbúanna eru singalesar (74%), sem komu til eyjarinnar á 5. öld f.Kr. frá Indlandi, og tamílar 18%, sem eru dökkir á hörund og komu til eyjarinnar frá Suður-Indlandi (Ceylontamílar, 12%) á 12./13. öld og Indlandstamílar (6%), sem eru afkomendur indversks verkafólks, sem Bretar fluttu til landsins til að vinna á plantekrum sínum.  Márar eru u.þ.b. 6% íbúanna.  Þeir eru afkomendur arabískra kaupmanna og innflytjenda á 19. og 20. öld.  Burgar eru kynblandaðir afkomendur hollenzkra og portúgalskra nýlenduherra og singalesa og tamíla.

Tungumálin:  Singalesar tala miðindversku mállýzkuna singlesísku, sem er indóevrópskt mál.  Tamílska er af suðurdravídskum málastofni, sem er alls óskyldur indóevrópskum málum.  Bæði þessi tungumál eru ríkismál.

Stéttaskiptingin á opinberlega ekki að vera við lýði lengur.  Hún er samt mjög áberandi í félagslegum samskiptum fólks, s.s. í viðskiptalífinu.  Þessi stéttaskipting hefur á síðari árum leitt til blóðugra átaka milli singalesa og tamíla.  Fólki af tamílskum uppruna er haldið niðri líkt og á Indlandi og það á enga möguleika á því að brjótast upp úr sinni stétt.  Innbyrðis stéttarskipting singalesa er enn þá flóknari og skarpari.

Trúarbrögð:  U.þ.b. 70% íbúa landsins eru Búddatrúar.  Flestir aðrir eru hindúatrúar.  Í raun og veru er skiptingin í grófum dráttum sú, að singalesar eru Búddatrúar, en tamílar hindúatrúar.

Menntakerfi
landsins er tiltölulega vel skipulagt.  Þar er almenn skóla-skylda, sem er stranglega framfylgt.  Ólæsi er samt í grennd við 10%.  Árið 1972 voru nokkrir framhaldsskólar á háskólastigi sameinaðir í einn háskóla með deildum í Colombo, Jaffna, Moratuwa, Peradeniya, Kelaniya og Nugegoda.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM