Sri Lanka upplýsingar,
Flag of Sri Lanka


SRI LANKA
HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heimilisföng utan Sri Lanka:
Ferðamálaráð Ceylon (Evrópudeild), Untermainanlage 5, D-6000 Frankfurt am Main, Þýzkalandi.  Sími: 23 92 21-4.

Sri Lanka Trade & Investment Centre, Emanuel-Leutze-Str. 1a, D-4000 Düsseldorf 11, Þýzkalandi.  Sími:  59 30 53/4.

Heimilisföng á Sri Lanka:
Ferðamálaráðið:  Ceylon Tourist Board, P.O.Box 1504, Colombo.  Sími 8 1801.

Travel Information Centre (TIC), 41 Glen Aber Place, Colombo 4.  Sími:  58 95 85/6.  Útibú í flugstöðinni og farþegamóttökunni við höfnina.

TIC Kandy, Kandyan Arts Association Building, 72, Victoria Drive, Kandy.
Air Lanka, P.O.Box 670, 14 Baron Jayatilaka Mawatha, Colombo.  Sími: 9 45 62 og 9 35 51.

MATUR  og  DRYKKUR
Matur  Í öllum stórum borgum eru veitingahús og staðir, sem bjóða evrópskan mat, t.d. svínakjöt, nautakjöt eða hænsnakjöt með viðbiti (kartöflum, hrísgrjónum, brauði, grænmeti o.þ.h.).  Innlendir réttir eru líka margbreytilegir og enginn ætti að láta hjá líða að smakka þá.

Þjóðarréttur Sri Lanka er Bat-Kari (hrísgrjón og karrý), en karrý í Sri Lanka er ekki hið sama og karrý í Evrópu (gult kryddduft), heldur allt, sem matbúið er með því hverju sinni (grænmeti, kjöt, fiskur, egg eða ávextir).  Venjulega eru réttir landsins í sterkara lagi fyrir evrópskan smekk, sé þeirra neytt ómengaðra.  Veitingastaðir og hótel reyna að draga úr kryddnotkuninni fyrir erlenda gesti.  Aðrir sérréttir landsins byggjast á fiski og öðru sjávarfangi.  Humar og túnfiskur eru í miklum metum, en eru dýrir réttir.  Skelfiskur og krabbar eru framreiddir á lostætan hátt.

Mildari hrísgrjónaréttir eru:  'Lamprais' (hollenskur að uppruna; kjöt, sambal, grænmeti og soðnu eggi vafið í bananablað) og Buriyani.  Þar sem margir eyjarskeggjar lifa á grænmetisfæðu, er mikið af kjötlausum karrýréttum í boði.  Gestum landsins kann að þykja þeir heldur tilbreytingarlausir, en það má nota þá sem for- eða eftirrétti.

Hoppers eru stökkar flatkökur úr hrísgrjónum, kókosmjólk, geri og kryddi, sem eru gjarnan borðaðar með smjöri og marmelaði með morgunkaffinu.  Egg Hoppers með eggi í miðjunni eru borðaðar með karrýréttum og sambal (rauðu piparpasta).  String Hoppers eru þunnar hrísgrjónanúðlur.  Þeir, sem eru ekki vanir sterku, rauðu piparpasta, geta fengið sér milt kókos-hnetukarrý með.  Pittu er réttur, sem er gerður úr hrísgrjónum og kókoshne-um og er borðaður með einhverjum karrýrétti.

Eftirréttir eru aðallega ferskir ávextir (ananas, mangó, ýmsar tegundir banana, papæja, mangóstín o.m.fl.).  Kókosmjólk er hressingardrykkur, einkum mjólk konungskókoshnetunnar.  Alls konar ávextir eru falboðnir á götum úti (NB: Það þarf að þvo alla ávexti vandlega með heitu vatni!).

Drykkur.  Aðaldrykkur landsins er te.  Ferskur ávaxtasafi og kókosmjólk er líka vinsæl.  Áfengir drykkir eru dýrir, nema innlendi bjórinn.  Romm, arrak og toddý er framleitt í landinu.

Veitingahús í Colombo
Innlend matreiðsla:  Green Cabin Cafe, 453, Galle Road; Moonstone Barbecue Terrace í Hotel Inter-Continental; Palmyrah í Hotel Renuka.
Kínversk matreiðsla:  Eastern Palace, 253, R.A. de Mel Mawatha; Peking Palace, rétt hjá Hotel Renuka.
Evrópskur matur:  Le Cosmopolite, 20, Alfred Place, Colombo 3.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM