Uluru þjóðgarðurinn Ástralía,
Flag of Australia


ULURU ÞJÓÐGARÐURINN
NORÐURHÉRAÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Uluru þjóðgarðruinn er í Norðurhéraði.  Hann er 126.132 hektarar að flatarmáli í þurrviðrasamri miðju meginlandsins suðvestan Alice Springs.  Hann var stofnaður sem Ayers Rock / Mount Olga þjóðgarðurinn árið 1958 en fékk núverandi nafn árið 1977.  Árið 1985 skiluðu yfirvöld Ástralíu landinu opinberlega til frumbyggjanna.  Þeir leigðu síðan Þjóðgarða- og dýravernarstofnuninni svæðið.  Árið 1987 komst þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá UNESCO.

Þjóðgarðurinn státar af tveimur jarðfræðilegum fyrirbærum, Uluru-fjalli, sem var áður kallað Ayers Rock og er álitið stærsti einsteinungur í heimi.  Það rís 348 m yfir umhverfið og ummál þess við rætur er 9 km.  Uluru er úr granítsandsteini (arkosic), sem gefur af sér mjög sérkennilega birtu við sólarlag, þegar litur þess virðist breytast úr rauðu í purpurarautt.  Fyrir u.þ.b. 70 miljónum ára var kletturinn eyja í stóru stöðuvatni.  Hvelfingarnar í Kata Tjuta eru úr steinsambræðingi.  Hin hæsta er 546 m.  Bæði Uluru og Kata Tjuta hafa verið mikilvægir tilbeiðslu og helgistaðir frumbyggja landsins svo teinöldum skiptir.  Hellaristur þeirra prýða marga hella Uluru.  Báðir staðir eru til í þjóðsögum frumbyggjanna.

Uluru þjóðgarðurinn laðar hundruð þúsunda ferðamanna að ár hvert.  Innan marka hans eru u.þ.b. 360 tegundir plantna og 20 tegundir villtra spendýra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM