Townsville Ástralía,
Flag of Australia


TOWNSVILLE
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Townsville er borg í Queensland við Cleveland-flóa við mynni Rossárinnar.  Townsville er stór hafnarborg og viðskiptamiðstöð í Norður-Ástralíu.  Þar eru framleidd matvæli, hálfunninn kopar og byggingarvörur.  Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein.  Meðal fjölsóttra ferðamannastaða er Magnetic Island úti á flóanum.  Hluti eyjarinnar er þjóðgarður.

Ferðamenn skoða þarna líka heimsins stærsta kóralrifs-sædýrasafn.  James Cook-háskóli var stofnaður 1970 og herstöðvar landhers og flughers eru í borginni.  Fyrstu Evrópumennirnir komu á þessar slóðir 1770 með Cook skipstjóra og fyrsta bryggjan var byggð 1864.  Borgin byrjaði að þróast í kringum innflutning fólks frá Suðurhafseyjum til nauðungarvinnu á sykurplantekrunum í Queensland allt til loka 19. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 101 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM