Baucau Austur Timor,

 


BAUCAU
AUSTUR TIMOR
.

.

Utanríkisrnt.

Baucau er næststærsta borg Austur-Timor.  Hún heldur enn þá þokka sínum, þrátt fyrir eyðilegginguna 1999.  Hún er í tveggja aksturstíma fjarlægð austan Dili.  Þessi fallega leið liggur um Manatuto, fagrar sandstrendur og kristaltært hafið.  Sé haldið til suðurs til Suai, tekur ferðin fjórar klst.  Vegurinn þangað verður venjulega ófær á regntímanum.  Regnskógurinn á þessum slóðum var mikilvæg uppspretta sandalviðar, tekks og vanilla á nýlendutímanum.  Ofnýting þessara náttúruauðlinda á valdatíma Indónesa olli óbætanlegu tjóni.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM