Bahamaeyjar Acklinseyjar,

Booking.com


ACKLINS EYJAR
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Eftirtaldar eyjar tilheyra Acklinseyjum:  Acklins, Castleeyjar, Mira Por Vos, Fish Cay, Wood Cay, Plana Cays og Samana Cays.  Heildarflatarmál þeirra er 355 km² og íbúafjöldi u.þ.b. 1.500.

Acklinseyjar eru meðal hinna minnst þekktu Bahamaeyjanna.  Þær mynda suðausturhluta kóralrifs, sem umlykur lónið Bight of Acklins, þar sem fundust fyrrum auðug svampamið.  Mikil fiskgengd er í kringum Acklins.  Spænsku landafundamennirnir létu þessar eyjar afskiptalausar að mestu og þar settist ekki að fólk fyrr en bandarískir konungssinnar komu síðla á 18. öld og reyndu að hefja ræktun baðmullar.  Eftir að sú tilraun mistókst fóru þeir að vinna salt og síðar að verka svamp úr lóninu.  Nú lifa íbúarnir af ferðaþjónustu, fiskveiðum og smálandbúnaði.

Áætlunarflug er á milli Nassau og Acklinseyja.  Einnig eru reglulegar póstbátaferðir um Crooked Island og Long Cay til Nassau og Mayaguana.  Ferjur sigla milli Crooked island og Acklins.

Um nokkurra ára skeið hefur hin fagra Acklinseyja dregið að sér ferðamenn.  Þar eru einkennilegar klettamyndanir, langar strendur og fjölbreitt jurta- og dýralíf.  Fyrstu stórframkvæmdir á eyjunni var lagning vegar frá Lovely Bay, þar sem ferjan leggst að, til Salina Point á suðurhlutanum.  Þessi vegur tengir mörg þorp og baðstrendur.  Fallegustu þorpin eru Snug Corner, Lovely Bay, Delectable Bay og Pompey Bay (gömul og virðulega kirkja).  Á Hard Hill, hæstu hæð eyjarinnar, er enn að finna rústir gamals útsýnisstaðar.  Castle Island er sunnan Acklins með gömlum vita (1867).  U.þ.b. 20 km suðvestan Acklins eru hinar lítt þekktu Mira Por Vos-eyjar.  Samana Cays eru norðan við Northeast Point.  Þar er hægt að kynnast mjög fjölbreyttu dýralífi neðansjávar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM