Bahamaeyjar Biminieyjar,

Booking.com


BIMINIEYJAR
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Eftirtaldar eyjar tilheyra Biminieyjaklasanum:  North Bimini, South Bimini, Pigeon Cay og fjöldi annarra smáeyja.  Heildarflatarmál er 28 km² og íbúafjöldi er u.þ.b. 1.700.  Áætlunarflug en þó mest leiguflug tengir Alice Town og South Bimini við Orlando, West Palm Beach, Ft. Lauderdale og Miami í Flórída og Nassau.  Leigubátar frá Miami, Nassau og Cat Cay til Alice Town.

Biminieyjar liggja 80 km frá ströndum Flórída.  Eyjaklasinn er 60 km langur.  Þar stunda margir sjóstangaveiði.  Árið 1512 sigldi Ponce de León óvart fram hjá eyjunum í leit sinni að lind hinnar eilífu æsku, sem þar á að vera.  Hann lenti í Flórída og fann ekki það, sem hann leitaði að.  Siðar höfðu sjóræningjar og áfengissmyglarar þar bækistöðvar.  Ernest Hemingway sótti hugmyndir sínar þangað, þegar hann skrifaði söguna um Gamla manninn og hafið
á meðan hann dvaldi í Blue Marlin Cottage á árunum 1935-37.

Norður-Bimini
Alice Town
er á sunnanverðri eyjunni, þar sem hver lystisnekkjuhöfnin tekur við af annarri.  Hún er aðalbær eyjarinnar og þar eru árleg sjóstangaveiðimót (marz til ágúst).  Í Complete Angler hótelinu er athyglisverð Hemingway-sýning.  Í Anchore Aweigh hótelinu er "Frægðarhöll    veiðimannanna", þar sem skjöl um metveiðar eru til sýnis og minjar um þekkt fólk, sem þar hefur komið við sögu.  Strámarkaður bæjarins er einnig heimsóknar virði.

Blue Marlin Cottage er húsið, þar sem Ernest Hemingway bjó í á árunum 1931-37.

Lerner Maritime Laboratory er rannsóknarstöð í sjávarlíffræði, sem rekin er af bandarísku náttúrufræði-stofnuninni.  Þar er hægt að fylgjast með sjávardýrum í sínu náttúrulega umhverfi.  Þar er og sædýrasafn og safn uppstoppaðra dýra.

Baðstrendur:  Norðan Bailey Town eru pálmum girtar strendur.  Hin fallegasta er Paradísarströnd, Dýrðarströnd og Útvarpsströnd.  Við Paradísarhöfða er skrautlegur bústaður bandaríska uppfinnngamannsins  George Bert Lyon.  Fyrir norðurströndinni eru höggnir steinar á níu metra dýpi.  Ekki hefur tekizt að ráða gátuna um tilurð þeirra.

Suður-Bimini
Æskubrunnurinn.
 Hinn þjóðsagnakenndi æskubrunnur er í grennd við flugvöllinn á landbúnaðarsvæði.

South Riding Rock er við enda fallegra klettamyndana í sjónum sunnan eyjarinnar.

Skipsflök eru fjöldamörg umhverfis Biminieyjar.  Mörg þeirra hafa ekki verið rannsökuð og vafalaust eru mörg ófundin enn þá.  Meðal hinna þekktu er bandaríska herskipið Seminole og nokkur spænsk skip.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM