Exuma Islands Bahamaeyjar,


EXUMA ISLANDS
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Eftirtaldar eyjar er að finna í eyjaklasanum:  Great Exuma, Little Exuma og Exuma Cays.  Flatarmál þeirra er 290 km² og íbúafjöldi 4.000.  Áætlunarflug frá Nassau og Miami til George Town á Great Exuma og leiguflug eftir þörfum (líka sjóflugvélar) víða að, m.a. Flórída.  Bátsferðir oft í viku frá Nassau til George Town, Staniel Cay, Black Point og Farmer's Cay.  Samgöngur á sjó eru einnig á milli Exumaeyja og Stella Maris, Long Island og Crooked Island.

George Town er höfuðstaður eyjanna með 1.000 íbúa.  Bærinn er vaxandi ferðamannastaður og þar  hefst hinar svokölluðu Ytrieyjakappsiglingar.  Hann er litríkur og sum húsanna eru frá nýlendutímanum.  Höfnin, Elizabeth Harbour, er ein hin bezta á Bahamaeyjum og var fyrrum bækstöð sjóræningja.  Utan hennar fer árlega fram um miðjan apríl Family Island kappsiglingin, sem dregur til sín fræga þátttakendur og gesti frá N.-Ameríku og Evrópu.  Þar sem Peace & Plenty hótelið stendur, var áður þrælamarkaðurinn, sem aðeins þekkist af minnismerki, einsteinungi.  Í nágrenni bæjarins hafa risið gististaðir og bústaðir ríkra N.-Ameríkumanna, sem seztir eru í helgan stein.

Stocking Island er lítil eyja austan George Town.  Þar iðka kafarar íþrótt sína og skoða dularfulla neðansjávarhella.  Þar eru og góðar baðstrendur.
*Rolle Town er skammt sunnan George Town með fallegum, skrautlegum smáhúsum frá 18. og 19. öldum. Grafhýsi konungssinna og marmaralegsteinn Ann Kay, sem var kona ríkasta landeigandans á Great Exuma, Lord Rolle, eru athyglisverð.  Umhverfis bæinn er mikill landbúnaður.
Suðuroddinn og Hartsville.  Allra syðst á Great Exuma, svolítið afsíðis, er smáþorpið Hartsville með nokkrum steinhúsum frá 18. öld.  Við Man-O-War Cay eru rústir gamals virkis.
*Pretty Molly Bay og Pigeon Cay.  Þar finna ævintýraþyrstir ferðamenn afbragðsbaðstrendur. Þar er gamalt þorp á hól u.þ.b. 7 km frá George Town.  Athyglisverðar steingrafir.
Gilbert Grant er táknrænt og fallegt bahamískt eyjaþorp skammt norðan George Town.  Flest hinna fáu húsa frá nýlendutímanum, sem hafa varðveitzt, eru með stráþökum og akrarnir eru aðskildir með hlöðnum steinveggjum eins og í Englandi.
Steventon er á NA-Great Exuma.  Þorpið var áður miðstöð baðmullarræktarinnar.  Lord Rolle af Steventon settist þar að.  Þegar hann gaf þrælum sínum frelsi, skipti hann landareignum sínum á milli þeirra og gerði þar með nafn sitt ódauðlegt.  Umhverfis Steventon eru mörg hús frá 18. öld, sum rústir einar, sem konungssinnar frá Suðurríkum Bandaríkjanna reistu.
Anderson National Park og Bahamas National Park eru tvö stór náttúruverndarsvæði, þar sem finna má aragrúa af suðrænum plöntutegundum.
Rolleville er gamalt þorp við nyrzta odda Great Exuma.  Litrík hús og landbúnaður umhverfis.

LITTLE EXUMA er sunnan aðaleyjarinnar, Great Exuma.  Þangað er hægt að komast með lest um brú, sem kölluð er The Ferry.  Rétt við landtöku brúarinnar er vinalegt smáþorp, Forbes hill.
William's Town, aðalbær sjóræningjaeyjarinnar, er á suðurhlutanum.  Umhverfis hann eru greinileg merki um baðmullarræktina fyrrum.
Hermitage Estate er fyrrum baðmullarplantekra með velviðhöldnu húsi frá 1750.  Hægt að fá að skoða það.

*EXUMA CAYS eru keðja eyja og kletta norðvestur af Great Exuma.  Á einni eyjanna er rannsóknarstöð fyrir sjávarlíffræði.
*Staniel Cay er ein norðvestasta eyjan.  Þar er einhver bezta lystisnekkjuhöfn Bahamaeyja, tvö hótel og afbragðsstrendur.
*Thunderball Grotto er í grennd Við Staniel Cay.  Þar var kvikmyndir Thunderball með James Bond tekin.
Sampson Cay er enn þá norðvestar.  Siglingar og köfun.
Highbourn Cay er klettaeyja nokkrum km norðan Exuma Land & Sea National Park.  Undan henni er hægt að kanna flak sjóræningjaskips frá 1560.
**Exuma Land & Sea National Park er u.þ.b. 400 km² stórt náttúruverndarsvæði frá 1959.  Það tekur til margra eyja, hólma og kletta, þar sem flest er ósnortið af manna höndum.  Það liggur við, að hægt sé að tala um neðansjávargarðinn "Eden".  Sjórinn er að hluta til aðeins 1-3 m djúpur.  Í mörgum hellum leita leguaneðlur skjóls.  Í þjóðgarðinum verpa enn þá nokkrir tugir fugla, sem eru orðnir sjaldgæfir í hitabeltinu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM