Bahamaeyjar íbúarnir,

Booking.com


BAHAMAEYJAR
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Íbúafjöldinn var 264.000 árið 1992, sem þýðir rúmlega 19 íbúa á km².  Árið 1970 voru u.þ.b. 170.000 íbúar á eyjunum og árið 1920 53.000.  Þessi mikla fjölgun íbúanna er að mestu tilkomin vegna fjölda flóttamanna frá Haiti, sem erfitt var að stemma stigu við.  Þessi sprenging leiddi til mikilla erfiðleika á vinnumarkaði, þar sem u.þ.b. helmingur íbúanna er undir 25 ára aldri.  Atvinnuleysi nemur u.þ.b. 30%.  Atvinnuleysi meðal ungs fólks er ógnvekjandi.  Fleiri en 60% íbúanna starfa við þjónustugreinar, einkum í ferðaþjónustu, en verulegur fjöldi í fjármálaþjónustu líka.  Ýmsar iðngreinar veita líka atvinnu og húsasmíðar, handiðnaður, listiðnaður, landbúnaður og fiskveiðar vega líka þungt.

Dreifing íbúanna fer að mestu eftir atvinnutækifærunum og viðskiptaþróun á hverjum stað.  Rúmlega 60% þeirra búa á New Providence (180.000), en næst koma eyjarnar Grand Bahama, Eleuthera og Andros.

Lífslíkur íbúanna árið 1995 voru u.þ.b. 68 ár.  Konur urðu lítið eitt eldri.

Mannfræðileg skipting.  Upp undir 90% íbúanna eru þeldökkt fólk, svertingjar og múlattar, sem flestir eru afkomendur þræla.  Þetta er yfirleitt góðlynt og sæmilega stætt fólk.  Meiri hluti þess byggir afkomu sína á ferðaþjónustu.  Meðal fjölda hátíða, sem það heldur, er „Junkanoo” (í jólavikunni), sem líkist „Mardi Gras” í New Orleans.  „Goombay” er tónlist, sem er að öllu leyti bahamísk (geitaskinnstrumbur, hristur eða maracas og sagir, sem er leikið á með nöglum), með hröðum takti, æsandi og stöðug.  Hvítt fólk, sem er að mestu afkomendur Englendinga og Bandaríkjamanna, sem settust að á eyjunum, er í meirihluta á örfáum hinna minni eyja.  Kristni er ríkjandi á Bahamaeyjum.  Þar eru rúmlega 20 kirkju- og trúarfélög.  Anglikanska og rómversk katólska kirkjan hafa flesta áhangendur en næst koma baptistar og meþódistar.

Skólakerfið er að enskri fyrirmynd.  Mikil áherzla er lögð á fagnám.  Bahamaeyjar styrkja háskóla Vestur-Indía.

Réttarkerfið.  Árið 1986 fjallaði dómskerfið um 32.878 mál:  11.334 umferðarmál; 17.970 glæpamál; 2.178 borgaraleg mál; 1.396 heimilismál.  Skilnaðir voru 516.  Lögreglan taldi 1.665.

Trúarbrögð.  Rúmlega 94% íbúanna eru kristnir (26% katólskir, 21% í biskupakirkjunni og 48% mótmæl.; margir baptistar).

Menntun.  Árið 1991 voru 200 skólar (42 einkaskólar).  Fjöldi nemenda 1988-89.  Frí menntun er veitt á New Providence og Fjölskyldueyjum.  Hún greiðir leið til æðri menntastofnana (BGCSE).  Einkaskólar annast menntun á grunnskóla- og menntaskólastigi.

Fjórir ríkisreknir skólar bjóða menntun á æðra stigi:  Bahamaháskólinn (1974), Háskóli Vestur-Indía (frá 1960), Hótelskólinn og Iðnfræðslan (grundvallarmenntun.  Nokkrir skólar veita viðskiptamenntun (einkaritarar).

Heilsugæzla.  Tölur frá 1991.  Aðalsjúkrahúsið í Nassau (Princess Margret Hospital með 484 rúm), öldrunardeild í Nassau (456 rúm), aðalsjúkrahúsið í Freeport (92 rúm).  Fjölskyldueyjum er skipt í 20 heilsugæzlusvæði með 13 heilsugæzlustöðvum og 107 aðalsjúkrahús.  Í Nassau var 1 einkaspítali með 26 rúmum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM