Belize City Belizeborg,


BELIZEBORG
BELIZE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Belize City, Belize City HotelsHafnarborgin Belize City stendur við sjávarmál við Karíbahaf.  Íbúafjöldi er u.þ.b. 40.000.  Hún var höfuðborg krúnunýlendunnar til 1970 og er enn þá viðskiptamiðstöð landsins.  Þar býr fjórðungur íbúa landsins.  Hafskipahöfn var byggð árið 1980 og alþjóðaflugvöllur er við útjaðar borgarinnar.  Árið 1961 skall fellibylur á henni.

Miðborgin.  Verzlunarhverfið er báðum megin Belize Swingbrúarinnar.  Aðalgöturnar eru Albert Street, Queen Street og Regent Street.  Sunnan brúarinnar er gamla Georgevirkið. Athyglisverð eru líka 

Anglikanakirkjan (1826), St. John's Cathedral,  Baron Bliss Institute (nokkrir gripir frá tímum maya) og stjórnarbyggingarnar.  Í nágrenni Paslowbyggingarinnar, sem er athyglisverð fyrir byggingarstíl, er verzlun, sem selur hin áhugaverðu og fallegu frímerki landsins.

Nágrenni Belize City
St. George's Cay er smáeyja undan borginni, vinsæll heilsubótarstaður.  Á sjónum umhverfis hana varð sjóorrustan milli Spánverja og Breta og hinir síðarnefndu höfðu betur (1798).

**Crooked Tree náttúruverndarsvæðið er u.þ.b. 50 km norðvestan við borgina.  Þar er fjöldi vatnsfalla, lóna og mýra, fjölbreyttur gróður og fjöldi dýrategunda, sem eru í útrýmingarhættu annars staðar (leguaneðlur, krókódílar, skjaldbökur, apar, ýmsar fuglategundir o.fl.).  Audubon Society í Belize City veitir gestum allar upplýsingar og aðstoð.

**Altun Ha er gamall helgidómur maya 50 km norðan borgarinnar.  Kanadískir fornleifafræðingar rannsökuðu rústirnar á sjöunda áratugnum.  Rústasvæðið er margir km² að stærð og fjöldinn allur af  stórum kerjum, verkfærum og listmunum fannst.  Stórt jadelíkneski af sólguðnum Kinich Ahau er vafalaust merkasti fundurinn.

Stann Creek (Dangriga).  Stann Creek er 170 km sunnan Belize City við hvíta strönd í skjóli kóralrifja við sjávarmál.  Íbúafjöldi er 3.000.   Þar settust að árið 1830 svartir karíbar, sem eru enn þá meiri hluti íbúanna.  Á Pelikanaströndinni er komin aðstaða fyrir ferðamenn.  Nokkrum km sunnar er fallega þorpið Hopkins, þar sem svartir karíbar búa líka.  Enn sunnar (35 km) er Cockscomb Basin, sem er orðið að verndarsvæði fyrir jagúara (blettatígrar).

*Ambegris Cay.  Daglegar flugsamgöngur  milli Belize City og San Pedro.  Flutningaskip og snekkjur koma óreglulega.  Á eyjunni eru nokkur fjórhjóladrifin farartæki.  Þessi eyja er vinsælasta ferðamannaeyjan í Belize.  Margir hinna 2.000 eyjaskeggja lifa enn þá af fiskveiðum.  Þar eru nokkur hótel, sem einkum eru notuð af norðuramerískum ferðamönnum í ævintýraleit.

**Barrier Reef er annað lengsta skjólrif í heimi.  Það liggur meðfram eyjunni og kunnugir finna mjög fjölbreytt dýralíf við það á sjávarbotni.  Óttast er, að þessi neðansjávarparadís eigi eftir að láta á sjá, þegar fjöldaferðamennskan heldur innreið sína.

*Mayafjöll.  Í regnskógum Mayafjalla er fjölskrúðugt dýra- og jurtalíf, tiltölulega ósnortið af afkomendum mayanna, sem búa þar enn þá.  Þar er einnig að finna einhverjar athyglisverðustu rústir fornra borga maya.

Mayar litu á kólíbrífuglana sem fulltrúa sólarinnar, því að þeir eru bara á ferli á daginn og mayar sögðu að þeir dæju á nóttunni, þegar þeir sofa.  Jagúarinn er dýr næturinnar og ímynd maya um hreysti, lipurð og styrkleika.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM