st george's bermúda,
Flag of Bermuda


St GEORGE'S
BERMÚDA

.

.

Utanríkisrnt.

St. George's stendur við sjávarmál.  Íbúafjöldi er u.þ.b. 2.000.  Elzta enska þéttbýli utan Englands.  Bærinn stendur á fallegum og skjólsælum stað, umkringd fjölda virkja, á nyrztu Bermúdaeyjunni.  Sögulegur miðbærinn var fyrrum setur ríkisstjórnar Bermúdaeyja (1612-1815).  Þegar ríkisstjórnin flutti sig til Hamilton, stöðvaðist framþróunin og komst ekki í gang aftur fyrr en ferðaþjónustan komst á legg.

*Ordnance Island
er viðlegustaður skemmtiferðaskipa.  Þar er eftirlíking af skipinu Deliverance, sem upprunalega var byggt 1610 til að koma skipbrotsmönnum af „Sea Venture" áfram til N.- Ameríku.

King's Square
er fallegt aðaltorg bæjarins með flaggstöng, fallbyssu, gapastokk og píningartæki.  Ráðhúsið frá 1782 er fallegt hús, þar sem er boðið upp á litskyggnusýningar um sögu eyjanna (s.297-1150).

*Somer's Wharf.  Húsin við þessa götu, sem er vestan torgsins, eru endurnýjuð og hýsa nú glæsilegar verzlanir og veitingahús.

Vagnasafnið ver við Water Street.  Þar eru geymdir velhirtir gamlir hestvagnar og kerrur.

*Tucker House (1711) stendur skáhallt á móti vatnasafninu og er fallegur fulltrúi byggingarlistar Bermúda.  Þar bjó nýlenduritarinn Henry Tucker á árunum 1775-1800.  Viðhafnarstofan er prýdd ýmsum verðmætum og skrautlegum húsgögnum frá 18.öld úr mahóní og sedrusviði og í borðstofunni er stórt borð úr mahóní frá Kúbu.  Himnasængin og hár klæðaskápur í stóra svefnherberginu voru smíðuð árið 1760.  Í barnaherberginu er stórt og fallegt skrifborð (1750) og vagga úr sedrusviði.  Í silfurherberginu eru silfurmunir skreyttir skjaldarmerki fjölskyldunnar.  Gamla eldhúsið var eitt sinn hæli Joseph Hayne Rainey (1832-1887), sem var fyrstur svartra manna kosinn á Banda-ríkjaþing árið 1870.  Kjallari     hússins var fyrrum íverustaður þræla.

Ebenezer meþódistakirkjan (1841) stendur tígulleg við Duke of York Street og yfir hana gnæfir fyrrum St. George's hótelið, sem nú er Rose Hill Golf Club.

Óperan er aðeins vestar.  Hún var byggð á 19.öld.  Sunnan hennar er Penno's Wharf, þar sem skemmtiferðaskip leggja að.

*St. Peter'skirkjan er norðan King's Square (1713).  Byggingarstíllinn er bermúdískur og efnið í henni er kalksandsteinn og sedrusviður.  Hún tók við hlutverki elztu angíkönsku kirkju í Vesturheimi.  Í henni er fallegt altari (1624) úr sedrusviði og skírnarfontur (16.öld). Silfurskálina gaf Browne landstjóri 1782.  Skrautlegt altarisgöngusilfrið er gjöf frá Vilhjálmi III Englandskonungi.  Á veggjum eru nokkrir áhugaverðir legsteinar.

Sambandsríkjasafnið stendur andspænis kirkjunni í húsi, þar sem fyrrum var Globe hótelið.  Það var mikilvæg stjórnstöð Suðurríkjamanna í borgarastyrjöldinni.

Stuart Hall er norðvestan og ofan við Queen Street.  Þessi nýlendubygging (1706) er nú borgarbókasafn.

Gamla prestsetrið (1703) er aðeins norðar í Queen Anne-stíl.  Þar bjó áður dómari, sem réttaði í málum alræmdra sjóræningja.

A.M.E. kirkjan (19.öld) stendur aðeins ofar á Kalkúnahæð.  Suðaustan hennar við Governor's Alley er litla hjálpræðishershúsið (19.öld) og enn þá sunnar eru rústir ófullgerðrar Roslynkirkjunnar (19.öld).

Sögufélagssafnið er við Featherbed Alley (1725) og þar er athyglisvert safn um sögu eyjanna.  Í næsta húsi er nothæf prentpressa frá 17.öld.  Sunnan safnsins er Somer'sgarðurinn, þar sem er einsteinungsminnismerki um Somer aðmírál. og beint á móti honum stendur fyrsta stjórnarbygginging í Vesturheimi (1619).  Vestan hennar er Bridge House Gallery, þar sem innfæddir listamenn sýna.

Næsta nágrenni St. George's:
Púðurhellirinn
er gömul púður- og skotfærageymsla við norðurjaðar bæjarins (18.öld).  Inn frá honum liggja margir gangar.  Þaðan var púðri stolið fyrir bandarísku frelsisbaráttuna árið 1775 og komið á skip í Tóbaksvík aðeins norðar.

Viktoríuvirkið er ofar á hólnum ásamt Albertsvirkinu (rústir; 19.öld).  Holiday Inn hótelið er byggt umhverfis og yfir rústirnar.  Neðan hólsins er Gate's Bay með góðri og fallegri baðströnd.

Katrínarvirkið stendur á norðausturhorni eyjarinnar (18.öld).  Það er stærst sinnar tegundar á Bermúdaeyjum og er velviðhaldið.  Þar eru áhugaverðar sögusýningar (litskyggnur, vaxmyndir og eftirlíkingar af ensku krúnuskartgripunum).

Alexandra's Battery er lítið varnarvirki (18.öld) ofan við Buildingsvíkina, þar sem skipbrotsmenn „Sea Venture" byggðu báða bátana „Patience" og „Deliverance" fyrir ferðina til Virginíu.

Gatesvirkið er á austuroddanum (1615).  Það er eitt hinna elztu á eyjunni.

Georgevirkið (18. og 19.öld) rís hátt vestan við bæinn.  Þar er nú veðurathugunar- og merkjastöð.  Á bak við virkið er stór golfvöllur.

Wellington Mullet Bay er lítil vík suðvestan virkisins.  Þorpið Wellington er á litlu nesi við hana.  Þar var hafin bygging snekkjuhafnar þegar árið 1865.

Líffræðirannsóknarstofnun Bermúda er lengra til vesturs við Ferry Reach og í grennd við Swing Bridge (1864).  Hún var byggð 1931 og er heimsþekkt.  Náttúrusögufélag Bermúda, Harvardháskólinn og New Yorkháskólinn stóðu fyrir stofnun hennar.

St. David'seyja er teng með Swingbrúnni.  Þar var Bermúdaflugvöllur byggður í seinni heimsstyrjöldinni og bandaríska herstöðin (sjóherinn).  Austast á eyjunni er St. David's vitinn frá 1879.

Great Headþjóðgarðurinn er norðar við rætur Skinner'shæðarinnar.  Hann er mjög athyglisverður og þar er St. David'svirkið (19.öld).  Great Head er giljum grafinn klettur.  Norðan víkurinnar eru rústir Gamlavirkis frá 15. öld.

Mynd:  Virki heilagrar Katrínar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM