Alabama stjórnsýslan Bandaríkin,
Flag of United States


ALABAMA
STJÓRNSÝSLAN

.

.

Utanríkisrnt.

Stjórnarskráin frá 1901 er enn þá í gildi í fylkinu, þótt henni hafi verið breytt til að standast tímans tönn.  Æðsti maður fylkisins er fylkisstjórinn, sem er kosinn í almennum kosningum fjórða hvert ár og má ekki starfa lengur en í tvö kjörtímabil í einu.  Sömu reglur gilda um varafylkisstjórann.  Aðrir þjónar framkvæmdavaldsins eru innanríkisráðherra, saksóknari, endurskoðandi, fjármálaráðherra og landbúnaðar- og iðnaðarráðherra.  Löggjafarvaldið er í höndum tveggja deilda þings.  Öldungadeildina sitja 35 þingmenn og fulltrúadeildina 105.  Þessir þingmenn eru kosnir í almennum kosningum til fjögurra ára í senn.  Alabama kýs og sendir tvo fulltrúa í öldungadeild sambandsþingsins og sjö í fulltrúadeildina.  Fylkið hefur níu kjörmannaatkvæði í forsetakosningum.  Alabama hefur verið hefðbundið vígi demókrata.  George Corley Wallace var löngum mest áberandi á opinberum vettvangi í fylkinu en hann var kjörinn fylkisstjóri, þegar hann hélt fram skoðunum um aðskilnað svartra og hvítra.  Síðar ávann hann sér fylgi þeldökkra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM