Phoenix Arizona Bandaríkin,
Flag of United States


PHOENIX
ARIZONA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fönix er höfuðborg Arisóna og aðalmiðstöð viðskipta, iðnaðar og fjármála og dreifingarmiðstöð landbúnaðarafurða frá áveitusvæðunum í Saltárdal.  Iðnaðurinn byggist m.a. á framleiðslu elektrónískra tækja og hluta fyrir geimferðir, matvæla, málmvöru, snyrtivöru, íþróttavörum, pappírsvöru og fatnaði.  Mannflestu atvinnugreinarnar eru opinber þjónusta, ferðaþjónusta, rannsóknir og þróunarverkefni og byggingarstarfsemi.  Að og frá borginni liggja aðalþjóðvegir, járnbrautir og Sky Harbor-millilandaflugvöllurinn tryggir góðar flugsamgöngur.  Fönix er meðal örast vaxandi borga BNA vegna þægilegs loftslags, fagurra almenningsgarða og fjölbreytni atvinulífsins. Fönixháskólinn var stofnaður 1976, Miklugljúfraháskólinn árið 1949 og Devry-tæknistofnunin árið 1967.  Meðal fjölda safna í borginni eru Heard-safnið, Pueblo Grande-safnið (minjar um Hohokam-menninguna) og Þinghússafnið (minjar um indíána og nútíma handverk).  Aðrir áhugaverðir staðir eru Eyðimerkurgrasagarðurinn og Vestur-Ameríkuleikvangurinn, heimavöllur „Phoenix Suns”-körfuboltaliðsins.  Ruðningslið borgarinnar, „Cardinals”, leikur heimaleiki á leikvanginum Tempe.  Meðal árlegra viðburða er kaupstefna Arisónafylkis.  

Hohokam-menningin dafnaði í samfélagi eyðimerkurbænda frá 8.-14. öld.  Hvítir landnemar hófu landnám á þessu svæði eftir 1860 og þeir nýttu áveitukerfi indíánanna, sem þeir höfðu grafið fimm öldum áður og haldið við síðan.  Járnbrautin var lögð um svæðið 1867 og árið 1870 fékk byggðin núverandi nafn.  Árið 1889 varð Fönix höfuðstaður Arisóna.  Bygging Theodore Roosevelt-stíflunnar í Saltá árið 1911 tryggði borginni nægilegt neyzluvatn og raforku til iðnaðar.  Mikill vöxtur hljóp í borgina í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og olli húsnæðisskorti og mengun.  Eyðimerkurloftslagið hefur laðað til sín talsverðan fjölda eftirlaunaþega víðs vegar að.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 1 miljón.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM