Arizona íbúarnir Bandaríkin,
Flag of United States


ARIZONA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntali árið 1990, bjuggu tæplega 3,7 miljónir manna í fylkinu, 34,8% fjölgun frá 1980.  Arizona var þriðja í röð fylkjanna í mannfjölgun á eftir Nevada og Alaska.  Árið 1990 bjuggu u.þ.b. 12 manna á hverjum ferkílómetra.  Hvítir 80,8% og negrar 3% auk 203 þúsund indíána (5,6%).  Aðalflokkar indíána voru navajo og hopi.  Aðeins Kalifornía og Oklahóma státuðu af fleiri indíánum.  Fólk af spænskum rótum taldi 10,6%.

Menntun og menning.  Menntakerfi fylkisins nær til þess alls.  Spænskir trúboðar stofnuðu fyrstu skólana á 17. öld.  Fyrstu ríkisskólarnir hófu starfsemi eftir 1864 (Prescott).  Seint á níunda áratugi síðustu aldar voru 1026 grunnskólar í fylkinu með 607.600 nemendum.  Í einkaskólum stunduðu 35.500 nemendur nám.

Ríkisháskólinn var stofnaður 1885 í Tempe.  Seint á níunda áratugi síðustu aldar voru háskólarnir orðnir 37 og stúdentar u.þ.b. 252.600 á ári.  Auk ríkisháskólanna spruttu upp háskólar eins og Northern Arizona-háskóli (1899) í Flagstaff, Arizonaháskóli í Tucson og Navajo Community háskólinn í Tsaile, hinn fyrsti í BNA á verndarsvæði indíána.

Mörg fremstu safna fylkisins eru í Tucson og Fönix.  Þar eru Sögufélag Arizona, Listasafn Tucson, Háskólalistasafn Arizona, Þjóðminjasafnið, Arizona-Sonora eyðimerkursafnið (Tucson), Arizona steinasafnið, Listasafn Fönix, Heard-safnið (Fönix) og Pueblo Grande-safnið (Fönix).  Eftirtalin söfn eru sérstaklega áhugaverð:  Navajosafnið í Window Rock, Mohave-lista- og sögusafnið í Kingman og Kolorado-indíanasafnið í Parker.

Íþróttir og afþreying.  Fjöll, útivistarsvæði, ár og vötn eru upplögð til gönguferða, tjaldferða, dýraveiða, stangveiða, bátsferða, sunds, skíðaiðkunar, reiðferða o.þ.h.  Einhver vinsælustu útivistarsvæði fylkisins eru í Glen Canyon og við manngerða lónið Lake Mead.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM