Arizona náttúran Bandaríkin,
Flag of United States


ARIZONA
LANDIĐ og NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Arizona (295.276 km2) er sjötta stćrsta fylki BNA og sambandsstjórnin á u.ţ.b. 42% ţess.  Landiđ liggur frá sjávarmáli upp í 21 m yfir sjó međfram Kóloradóánni, í grennd viđ Yuma, og rís síđan hćst á Humphreystindi (3851m) í San Francisco-fjöllum norđan Flagstaff.  Međalhćđ fylkisins yfir sjó er 1251m.  Lögun fylkisins er nćstum ferhyrnd og ummál ţess u.ţ.b. 635 km frá norđri til suđurs og 555 km frá austri til vesturs.

Fylkinu má skipta í ţrjár landfrćđilegar einingar:  Sonoraeyđimörkina í suđvesturhlutanum, Kóloradósléttuna međ hinu hrikalega Miklagljúfri, Lituđu eyđimörkinni og Steinrunna skóginum í norđurhlutanum og Mexíkóska hálendiđ, ađallega í miđ- og suđausthlutum fylkisins.  Međal mikilla fjallabálka fylkisins eru Big Horn, Castle Dome, Gila Bend, Harcuvar, Maricopafjöll, Mogollon Rim (2000-2500m) og Hvítufjöll viđ landamćrin ađ Mexíkó.

Kóloradóáin og ţverár hennar (Little Colorado og Gila) taka til sín vatn úr öllum hornum fylkisins.  Vatn ánna Salt, Santa Cruz, San Pedro og Verde sameinast Gila áđur en hún fellur til Kóloradóárinnar.  Stíflur Kóloradóárinnar hafa myndađ nokkur löng lón (Powell, Mead, Mohave og Havasu), sem teygjast inn í nágrannafylkin.  Svipuđ lón era đ finna í farvegum ánna Gila og Verde.

Loftslagiđ.  Međalárshiti er mjög mismunandi vegna margbreytlegs landslags.  Engu ađ síđur er hćgt ađ skipta fylkinu í ţrjú ađalloftslagssvćđi:  Hina ţurru Sonoraeyđimörk (heitt á sumrin og frost flesta vetur), Kóloradósléttuna (heitt og ađ mestu ţurrt á sumrin og kalt og stormasamt á veturna) og Mexíkóska hálendiđ međ minni hita en í Sonoraeyđimörkinni og frosti á veturna.  Skráđur hitamunur í fylkinu sveiflast á milli -40°C (1971 viđ McNary) og 52,8°C (1905 í Parker).

Flóra og fána.  Í eyđimörkunum  vaxa kaktusar, mesquite-smátré eđa runner og júkka en ofan ţeirra vaxa víđa tré (einir, fura, birki, askur, elri o.ţ.h.
Međal stórra dýra má nefna dádýr, elgi, antelópur og stórhyrnt sauđfé.  Vísundar una sér í norđurhlutanum og birnir á afskekktustu svćđum.  Fjallaljón, greifingjar, bifrar, otrar, ţvottabirnir, moskrottur og víslar eru uppi í fjöllum.  Villisvín (peccary eđa javelina) eru ţar líka.  Í Sonoraeyđimörkinni er fjöldi eđlutegunda (gila-risaeđlan), köngullóategunda og snáka.  Ernir, gammar, haukar og uglur eru međal ránfugla fylkisins.  Vinsćlar veiđitegundir eru m.a. villikalkún, dúfur, akurhćnur og lynghćnur.  Í ám og vötnum eru silungur, bassi, blátálkni og krappi.

Auđlindir, framleiđsla og iđnađur.  Talsvert er um lágćđa kopargrýti, kol, sand, möl og stórgrýti.  Einnig finnst gull, silfur, blý, tin, molybden, sínk, vanadium, mangan, kvikasilfur, úran, olíu og náttúrugas.  Landbúnađurinn byggist ađallega á rćktun nautgripa, bađmullar, framleiđslu mjólkurafurđa, rćktun grćnmetis og heyafla, sítrusávaxta.  Skógrćkt og skógarhögg og fiskveiđar eru lítilvćgar atvinnugreinar.  Helztu framleiđsluvörur iđnađar eru flutningatćki, elektrónísk tćki, vélbúnađur og málmvörur.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM