Painted Desert Arizona Bandaríkin,
Flag of United States


MÁLAÐA EYÐIMÖRKIN - PAINTED DESERT
ARIZONA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Litaða eyðimörkin (Painted Desert) er litskrúðugt klettasvæði á hásléttu í Norðaustur-Arisóna, sem teygist til suðausturs frá Miklagljúfri að þjóðagarðinum Steinrunna skóginum meðfram Litlu-Kólóradóánni að Holbrook.  Eyðimörkin er u.þ.b 240 km löng og 25-80 km breið og nær yfir 19.400 ferkílómetra svæði.  Nafnið hennar bar fyrst á góm árið 1858 í könnunarleiðangri opinbers leiðangurs undir stjórn Jóseps C. Ives liðsforingja, þegar hann lýsti ótrúlegri litadýrð harðra leirlaganna á svæðinu í skýrslu til yfirvalda.  Þau ná yfir litróf blárra, gulra, hvítra og ljósrauðra lita.  Stundum slær bleikum eða purpurarauðum blæ yfir svæðið í fínu rykmistri í eyðimörkinni.  Hæð svæðisins yfir sjó er á milli 1370 og 1980 m).  hæðótt landslagið er skorið lægðum og dalverpum norður að fagurrauðum klettabeltum, sem teygjast upp að flatlendum hásléttum (mesas).  Mjög víða sjást merki fornrar eldvirkni.  Eyðimörkin er gróðursnauð og þurrlend (127-229 mm meðalúrkoma á ári).  Hitasveiflur eru miklar, -31°C-41°C.  Hluti austurhluta eyðimerkurinnar er innan Steinrunna skógarins.  Navajo- og Hopi-indíánar búa á mestum hluta þessa svæðið og hinir fyrrnefndu nota hinn marglita sand úr eyðimörkinni í hin svokölluðu sandmálverk við hátíðlegar athafnir. 

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM