Petrified Forest Arizona Bandaríkin,
Flag of United States


STEINRUNNI SKÓGURINN
ARIZONA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Steinrunni skógurinn er í Austur-Arisónafylki.  Hann var gerður að þjóðarminnismerki árið 1906 og þjóðgarði 1962.  Hann nær yfir 378,4 ferkílómetra svæði og að hluta inn á Lituðu eyðimörkina.  Innan hans eru sex skógasvæði fallinna og steinrunninna trjástofna barrtrjáa.  Sumir þeirra eru allt að 2 m í þvermál og rúmlega 30 m langir.  Einn þeirra myndar boga, kallaður Bogabrúin, sem er 12 m langur.  Þessi tré uxu á triassiktímanum fyrir 225-195 miljónum ára, þegar svæðið var mýrlent.  Skógarnir eyddust af náttúrulegum völdum og huldust setlögum, sem kísilríkt vatn skolaði brott. Kísillinn og önnur uppleyst efni í vatninu komu smám saman í stað viðartrefnanna í stofnunum og sköpuðu þessar steinrunnu leifar.  Þessi efni lituðust af smáskömmtum af járni, mangan og kolefnum og mynduðu núverandi litadýrð steingervinganna.  Fornir þjóðflokkar á þessu svæði byggðu híbýli sín úr þessum steingervingum og skildu eftir skildu víða eftir sig merkilegar ristur.  Víða sjást lítt veðraðir stofnar, sem gefa góða mynd af upprunalegu útliti trjástofnanna og hvergi annars staðar í heiminum finnst annað eins safn af slíkum steingervingum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM