Arizona stjórnsýsla Bandaríkin,
Flag of United States


ARIZONA
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Fylkinu er stjórnað í samræmi við stjórnarskrána, sem var samþykkt 1911 og tók gildi 1912 með áorðnum breytingum.  Æðsti ráðamaður er fylkisstjórinn, sem er kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára.  Engar takmarkanir eru á fjölda endurkosninga hans/hennar.  Aðrir fulltrúar fylkisins, sem eru kosnir í almennum kosningum, eru saksóknari, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, ráðherra náttúruauðlinda og viðskiptaráðherra.  Löggjafarþingið starfar í tveimur deildum, öldungadeild og fulltrúadeild.  Öldungardeildarþingmenn eru 30 og 60 fylla fulltrúadeildina.  Þessir fulltrúar eru kosnir til tveggja ára í senn.  Arizona kýs tvo þingmenn til setu í öldungardeild sambandsstjórnarinnar í Washington DC.  Í forsetakosningum hefur fylkið ráð yfir atkvæðum 8 kjörmanna.

Fylkið var eitt af höfuðvígjum demókrata frá upphafi yfir miðja 20. öldina, þegar íhaldsamur lýðveldissinni, Barry M. Goldwater, var kosinn til setu í öldungadeild sambandsþingsins.  Þessi þróun hélt áfram fram á níunda áratuginn.  Árið 1988 var fylkisstjóri lýðveldissinna, Evan Mecham, fundinn sekur um afbrot í opinberu embætti og var sviptur embætti.  Slíkt hafði ekki gerzt síðan 1929.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM