Tempe Arizona Bandaríkin,
Flag of United States


TEMPE
ARIZONA

.

.

Utanríkisrnt.

Tempe er iðnaðarborg í Arisóna.  Þar eru aðallega framleidd eletrónísk tæki, fatnaður, matvæli, vélbúnaður í eldflaugar, einingahús, vélahlutar og hjólhýsi.  Arisónaháskólinn var stofnaður 1885.  Tempe er heimabær ruðningsliðsins Fönixkardínálanna.  Leikhúsið og Sögusafnið eru meðal áhugaverðra staða borgarinnar.  Árið 1872 var stofnað til fyrstu byggðar á núverandi borgarstæði.  Borgin þróaðist úr bændasamfélagi og ferjustað.  Nafn borgarinnar er sótt alla leið til Grikklands, Tempadal í austurhluta landsins.  Borgin óx hraðast eftir 1950.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 140 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM