Tucson Arizona Bandaríkin,
Flag of United States


TUCSON
ARIZONA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tucson er eyðimerkurborg, umkringd fjöllum.  Loftslagið er þurrt og þægilegt, sólríkt og borgin er vinsæl meðal ferðamanna, heilsubótarstaður og margir eftirlaunaþegar hafa komið sér þar fyrir.  Hún er næststærsta borg fylkisins og iðnaðurinn byggist m.a. á námum í grenndinni (aðallega kopar) og framleiðslu elektrónískra- og raftækja.  Matvælaiðnaðurinn byggist m.a. á vinnslu nautakjöts og talsvert magn af baðmull er unnið til útflutnings.  Arisónaháskólinn í borginni var stofnaður árið 1885.  Meðal áhugaverðra staða eru Dómkirja hl. Ágústíns (1896) og listasafn borgarinnar.  Arisóna-Sónóra-eyðimerkursafnið og Kitt Peak stjörnuskoðunarstöðin eru í grennd við borgina.  Spánverjar hittu fyrir byggðir indíána á þessu svæði, þegar þeir komu þangað eftir 1690.  Þeir stofnuðu trúboðsstöðina San Xavier del Bac sunnan þorps indíánanna.  Árið 1776 var risin byggð Spánverja í Tucson og borgin þróaðist innan virkisveggja hennar.  Tucson varð bandarísk árið 1853 eftir að svokallaður Gadsden-samingur var gerður og á árunum 1867-77 var hún höfuðstaður Arisónasvæðisins.  Járnbrautin náði til hennar árið 1880.  Eftir síðari heimsttyrjöldina dafnaði borgin verulega.  Nafn hennar er úr Papago-máli og þýðir „fjallsrætur”.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 400 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM