Arkansas stjórnsýsla Bandaríkin,
Flag of United States


ARKANSAS
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stjórnsýslan byggist á stjórnarskránni frá 1874.  Æðsti embættismaður fylkisins er landstjórinn, sem hefur verið kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára í senn (síðan 1984).  Engin takmörk eru sett fyrir endurkjöri sama landstjóra.  Sama gildir um varalandstjórann.  Aðrir embættismenn, sem eru kosnir í almennum kosningum eru m.a. innanríkisráðherrann, saksóknari ríkisins, fjármálaráðherrann, ríkisendurskoðandi og umsjónarmaður ríkisjarða.  Þingið starfar í tveimur deildum, öldungadeild (35) og fulltrúadeild (100).  Þingmenn beggja deilda eru kosnir til fjögurra ára.

Arkansasbúar kjósa tvo þingmenn til öldungadeildar sambandsþingsins í Washington DC og fylkið ræður yfir sex kjörmönnum í forsetakosningum.

Allt frá endurreisnartímanum fram á miðjan sjöunda áratug síðustu aldar réðu demókratar ríkjum.  Árið 1966 varð lýðveldissinninn Winthorp Rockefeller fylkisstjóri og árið 1968 tók George C. Wallace við sem fulltrúi óháðra kjósenda.  Síðan hefur valdabarátta demókrata og lýðveldissinna fært flokkunum sigra á víxl, þótt demókrötum hafi tekizt að halda meirihluta sínum í báðum deildum þingsins.  Bill Clinton (1979-1981 og 1983-1993) réði lögum og lofum í stjórnmálunum þar til hann var kjörinn 42. forseti BNA árið 1992 (-2000).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM