Lægðin mikla Bandaríkin,


LÆGÐIN MIKLA
NEVADA, UTAH, OREGON, IDAHO, KALIFORNÍA

.

Utanríkisrnt.

Lægðin mikla er nátturulegt vatnssöfunarsvæði inni í landi í vestanverðum BNA.  Hún er á milli Wasatch-fjallgarðsins í austri og Sierra Nevada og Cascade-fjalla í vestry.  Hún nær yfir mestan hluta Nevada og hluta af Utah, Oregon, Idaho og Kaliforníu og er lík þríhyrningi, sem er breiðastur nyrzt og nær yfir 543.900 ferkílómetra svæði.  Henni hallar smám saman suður eftir, úr 122 m yfir sjó í 86 m neðan sjávarmál í Dauðadal í Kaliforníu allrasyðst.  Þetta eyðimerkursvæði er óvenjulegt að því leyti, að ár og lækir falla til þess en ekki til sjávar.  Humbolt í Nevada er eina sístreymisáin með upptök inni í landi en á mörkum svæðisins myndar fjöldi stuttra vatnsfalla mörg ísölt stöðuvötn, s.s. Stóra-Saltvatn.  Innan Lægðarinnar eru nokkrar þurrar auðnir, Carson Sink og Stóra-Saltvatns- og Mojave-eyðimerkurnar.  Lægðin myndaðist fyrir u.þ.b. 2 miljónum ára, þegar setlög lyftust og sukku við flekahreyfingar.  Á ísöld var loftslagið rakt og meiri hluti norður- og austurhluta Lægðarinnar var hulinn tveimur stöðuvötnum, Bonneville og Lahontan.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM