Indiana íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
INDIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 5.544.159 og hafði fjölgað um 1% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 59.  Hvítir 90,6%, negrar 7,8% auk 12.453 indíána, 7.371 kínverja, 7.095 indverja, 5.475 Kóreumanna, 4.754 Filipseyinga og 4.715 Japana.  Fólk af spænskum uppruna var u.þ.b. 100.000.

Menntun og menning.  Stjórnarskráin frá 1816 gerði ráð fyrir ríkisreknu skólakerfi en skólar voru ekki byggðir fyrr en á sjötta áratugnum.  Í lok níunda áratugar 20. aldar voru grunnskólar 1.923 með 954.100 nemendur auk 95.800 í einkaskólum.

Fyrsta æðri menntastofnunin var Prestaskóli Indiana (1820), sem er nú Indiana-háskóli í Bloomington.  Í kringum 1990 voru æðri menntastofnanir 78 með 275.800 stúdenta.  Aðrir kunnir skólar eru:  Notre Dame-háskóli í Notre Dame, Ríkisháskóli Indiana (1865) í Terre Haute, Purdue-hálskóli í Vestur-Lafayette, Evansville-háskóli (1854) í Evansville og Butler-háskóli í Indianapolis.

Indiana státar af mörgum sérhæfðum söfnum eins og Conner Prairie-landnemasafnið og byggðin í Noblesville (endurbyggt þorp frá fyrri hluta 19. aldar), Barnasafnið í Indianapolis, fæðingarstaður ljóðskáldsins James Whitcomb Riley í Greenfield, skrifstofa Lew Wallace hershöfðingja og rithöfundar í Crawfordsville, Listasafn Fort Wayne, Þjóðminjasafnið og Listasafn Indianapolis, Listasafn Indiana-háskóla í Bloominton og Lista- og vísindasafn Evansville.

Áhugaverðir staðir.  Þjóð- og almenningsgarðar (Brown County, Indiana Dunes, McCormick’s Creek og Spring Hill) eru vinsælir ferðamannastaðir.  Fjöldi sögustaða eru heiðraðir til minningar um landnema, merkisfólk og frumbyggjana.  Æskuheimili Abrahams Lincoln nærri Lincoln City hýsir muni og endurbyggðan bæ, sem fjölskylda Lincolns bjó í 1816-30.

Íþróttir og afþreying.  Þjóð- og almenningsgarðar, skógar, stöðuvötn, ár og lækir gefa kost á margs konar íþróttum og afþreyingu (stangveiði, siglingar, gönguferðir, útilegur, útreiðar, dýraveiðar og skíðaferðir).  Indiana-hraðbrautin er n
otuð, þegar heimskunn kappaksturskeppni, Indianapolis 500, fer fram.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM