Indiana land og náttúra Bandaríkin,


LAND og NÁTTÚRA
INDIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál Indiana er 94.328 ferkílómetrar (38. í stćrarröđ BNA).  Sambandsstjórnin á 2% landsins.  Fylkiđ er nokkurn veginn ferhyrningslagađ, 445 km frá norđri til suđurs og 240 km frá austri til vesturs.  Hćđ yfir sjó er á bilinu 98 m viđ Ohio-ána til 383 m í Franklinborg viđ austurlandamćrin.  Međalhćđ yfir sjó er nálćgt 213 m.

Indiana skiptist í ţrjár landfrćđilegar einingar:  Láglendiđ viđ Vötnin Miklu í norđurhlutanum, Auraslétturnar í miđhlutanum og Lćgri hásléttuna í suđurhlutanum.

Láglendiđ viđ Vötnin miklu er tiltölulega flatlent og lágöldótt međ fjölda vatna og mýra.  Jarđvegurinn er brúnn og gráleitur og svolítiđ ísúr.  Norđvestantil er minna afrennsli og meira af sandi, möl og leir.  Niđri viđ Michigan-vatn eru stórar sandöldur.

Aurslétturnar í miđhlutanum eru líka flatlendar og lágöldóttar.  Mestur hluti ţeirra er jökulaur, jarđvegur víđast ísúr og grábrúnn, blandađur sandi, möl og leir, ţannig ađ hann hentar vel til landbúnađar.

Lćgri hásléttan, sem nćr yfir mestan suđurhlutann, er grófari í dráttum en ađrir landshlutar međ hlíđabröttum dölum.  Jarđvegurinn er grábrúnn og miđlungssúr í grennd viđ aurslétturnar en sunnar er hann súrari og leirkenndari.  Ţarna er fjöldi ölkeldna og kalksteinshella.  Eitt hellakerfiđ er Wyandotte, sem er eitthvert hiđ stćrsta í heimi.

Wabash-áin og ţverár hennar (Tippecanoe og Hvítá) fá vatn sitt frá rúmlega tveimur ţriđjungum fylkislins.  Wabash-áin rennur til Ohio-árinnar í suđvesturhorni fylkisins.  Vatn frá norđvesturhlutanum myndar Kankakee-ána og St Joseph- og St Mary-árnar sameinast viđ Fort Wayne í norđausturhlutanum, ţar sem Maumee-áin verđur til neđan ármótanna.  Smáár eins og Bláá og Hvítavatnsá, sem eru ţverár Óhio-arinnar, eiga vatnasviđ í Suđur-Indiana.

Lítill hluti Michigan-vatns (595 ferkílómetrar) er innan marka Indiana.  Stćrst margra náttúrulegra stöđuvatna í landinu er Wawasee í norđurhlutanum.  Stíflur mynduđu stćrstu vötnin innan marka fylkisins m.a. Monroe-, Mississinewa- og Salamonie-lón.

Loftslag.  Víđast í landinu ríkir rakt meginlandsloftslag međ svölum vetrum og löngum og heitum sumrum.  Allrasyđst er rakt, jađartrópískt loftslag, sem er nokkuđ heitara.  Hitinn í hćđóttu landslagi miđ- og suđurhlutans er talsvert mismunandi eftir hćđ yfir sjó.  Michigan-vatn gerir loftslagiđ í norđvesturhluta fylkisins mildara, ţannig ađ hlýrra er á veturna og svalara á sumrin en búast mćtti viđ.  Lćgsta skráđa hitastig er -37,2°C (1951 í Greensburg) og hiđ hćsta 46,7°C (1936 í Collegeville).  Skýstokkar eru árvissir, einkum á vorin.

Flóra og fána.  Skóglendi ţekur u.ţ.b. 16% landsins, ađallega í suđurhlutanum (eik, hikkorí, hlynur, valhnetutré og askur).  Runnagróđur er algengur.  Víđa vaxa falleg blóm (bóndarós, fjólur, fíflar, sporasóley, vorvöndur og margar tegundir brönugrasa).

Međal algengra villtra dýra eru:  Dádýr, ţvottabirnir, pokarottur, rauđ- og grárefir, sléttuúlfar, bifrar, kanínur, íkornar, ţefdýr, moskrottur, minkur og vísill.  Gaupur og greifingjar eru í útrýmingarhćttu.  Fuglategundir eru margar:  Kalkúnar, orrar, lynghćnur, akurhćnur, fasanar, bláskjór, músarindill og kardináli og međal 75 tegunda í útrýmingarhćttu eru farfálki, kirtlandsöngvari og skallaörn.  Víđa í vötnum og ám eru bassar, karfar og gedda.

Auđlindir, framleiđsla, iđnađur.  Helztu jarđefnin eru bik, olía, grjót, gips, sandur, leir og möl.  Mikiđ er framleitt af sementi og hvergi annars stađar í BNA eru stćrri kalksteinsnámur fyrir byggingariđnađinn (ađallega í miđsuđurhlutanum).  Mikilvćgustu uppskerutegundir eru maís, sojabaunir, fóđur, hveiti, hafrar, kartöflur, tómatar og annađ grćnmeti, tóbak og epli.  Skógnýting og fiskveiđar eru ekki mikilvćgar fyrir efnahaginn.  Helztu framleiđsluvörur iđnađarins eru frummálmar, rafeindatćki, flutningatćki, matvćli, efnavörur, gúmmí- og plastvörur og pappír.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM