Long Beach Kalifornía Bandaríkin,


LONG BEACH
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Long Beach er borg í Kaliforníu.  Höfn hennar er stór og tengd höfninni í Los Angeles með skipaskurði.  Þarna er aragrúi olíulinda og sumar undan ströndinni.  Baðstrendur teygjast til beggja átta.  Miklir vöruflutningar fara um borgina, iðnaður er mikill og ferðaþjónusta öflug.  Þarna eru framleiddar flugvélar, skip, olíuvörur, efnavörur, málmvörur og rafræn tæki.  Kaliforníuháskóli (1948).  Borgarlistasafnið laðar til sín marga gesti (19. aldar íbúðarhús).  Götuskipulag borgarinnar er frá 1880 en það varð að færa út kvíarnar eftir að höfnin var opnuð árið 1909.  Olía fannst í jörðu árið 1921 og flugvélaverksmiðjurnar tóku til starfa snemma í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 430 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM