Monument Valley Kalifornía Bandaríkin,

DAUÐADALUR      

MONUMENT VALLEY
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Minnismerkjadalur (Monument Valley) er lægð í landslagi Inyo-héraðs í suðausturhluta Kaliforníu, sem er lægsta, heitasta og þurrasta svæði í Norður-Ameríku.  Dauðadalur er u.þ.b. 225 km langur frá norðri til suðurs og 8-24 km breiður.  Vestan hans er Panamint-fjallgarðurinn og að austan eru Svörtu-, Útfarar- og Vínberjafjöll í Amargosa-fjallgarðinum.  Hann er á ógreinilegum mörkum milli Stóra sigdalsins og Mojave-eyðimerkurinnar, þótt Dauðadalur myndi jarðfræðilega suðvesturhluta Stóra sigdalsins.  Honum svipar til annarra sigdala á þessu svæði en er einstakur fyrir það, hve lágt hann liggur.Hlutar saltsléttunnar, sem myndar parta dalbotnsins eru lægstu svæði Ameríku, u.þ.b. 1425 km² dalbotnsins eru neðan sjávarmáls.  Hluti hans, tæpum 8 km vestan Badwater er 86 m undir sjávarmáli, sem er lægsti hluti Vesturheims.  Dauðadalur var fyrrum þröskuldur í vegi landnema og síðar fannst þar hvítagull (borax), sem varð til byggðamyndunar í dalnum þar til það þraut.  Núna koma þangað helzt ferðamenn og vísindamenn.  Dalurinn var lýstur þjóðarminnismerki árið 1933 og þjóðgarðurinn var stofnaður 1994.

Árið 1849 komst hópur landnema með herkjum gegnum dalinn og gaf honum núverandi nafn.  Hann féll næstum í gleymsku næstu áratugina, því þar voru fáir á ferð, einkum málmleitarmenn og indíánarnir, sem bjuggu þar.  Fyrstu vísindalegu frásagnir af dalnum komu fram í stuttri skýrslu jarðfræðings í opinberu starfi í Kaliforníu árið 1868.  Heimsóknum í dalinn fór ekki að fjölga fyrr en eftir 1870, þegar gull fannst í fjöllunum umhverfis hann og hvítagullssetlög í dalnum sjálfum.  Það var unnið á níunda áratugnum og flutt á vögnum, sem 20 múldýr drógu til Mojave í Kaliforníu.

Jarðsaga Dauðadals er mjög flókin og tekur til mismunandi misgengja frá mismunandi tímaskeiðum auk sigs og jafnvel eldvirkni.  Því er litið á Dauðadal sem sigdal (sbr. Þingvallasléttan; Graben) á milli fellingamyndana fjallanna beggja vegna (flekahnik).  Mestar voru þessar hræringar á tertíertíma fyrir u.þ.b. 30 miljónum ára.  Þessar jarðskorpuhreyfingar héldu áfram til loka senósóiktímans.  Samtímis söfnuðust setlög fyrir í dalnum, sem eru nú allt að 2745 m þykk.  Þessum jarðskorpuhreyfingu er ekki lokið enn þá.  

Þessi dalur er alræmdur vegna gífurlegs hita á daginn og mikils kulda á nóttunni auk þess, hve þurrt loftslagið er.  Þar hefur mælzt mesti hiti í skugga í Norður-Ameríku árið 1913, 57°C.  Stundum fer sumarhitinn yfir 49°C og yfirborðshiti sandbotnsins í dalnum hefur mælzt allt að 88°C.  Þessi gífurlegi hiti og þurrkur veldur mikilli uppgufun og vökvatapi hjá fólki, sem fer um dalinn, þannig að það verður stöðugt að vera á varðbergi og drekka mikinn vökva á meðan á dvölinni þar stendur.  

Á veturna fer lágmarkshiti sjaldan niður fyrir frostmark.  Úrkoma er óveruleg vegna vesturfjallanna.  Á hálfrar aldar tímabili á 20. öldinni var meðalúrkoma í Furnace Creek (Brennsluofnsgili) aðeins 42,2 mm á ári en mesta úrkoma 114,3 mm.  Tvö heil ár liðu eitt sinn án nokkurrar mælanlegrar úrkomu.

Mestur hluti yfirborðsvatns í dalnum er á söltu svæðunum og í mýrunum umhverfis þau.  Amargosa-áin flytur svolítið af vatni inn í suðurendann frá eyðimerkursvæðunum í austri en mestur hluti þess rennur neðanjarðar.  Í Saltgili (Salt Creek) rennur stundum svolítið vatn á yfirborði í norðurhluta dalsins.  Í fyrndinni rann stundum mun meira vatn til dalsins.  Á síðasta hluta ísaldar, fyrir u.þ.b. 50.000 árum lá stór hluti dalsins undir svokölluðu Manly-vatni, sem var allt að 170 m djúpt.  Á nútíma, fyrir 2000-5000 árum var grunnt stöðuvatn í dalnum, sem myndaði núverandi saltsléttur vegna uppgufunar.

Vatnskorturinn gerir Dauðadal að eyðimörk, sem er þó engan veginn líflaus.  Þar vex reyndar enginn stórvaxinn gróður, en saltþolnar örplöntur þrífast við lindir og í mýrlendi við jaðar saltsvæðanna.  Fyrrum íbúar við Furnace Creek gróðursettu hávaxnari plöntur (tamarisk) við lindirnar til að mynda skjól fyrir sólinni og mesquite-jurtin þrífst, þar sem vatnið er saltminna.  Kreosótrunnar eru allsráðandi á skriðusvæðum (möl) víðast í dalnum en lengra til norðurs tekur við planta, sem er kölluð eyðimerkur-hollý, á lægstu svæðunum.  Kaktusar eru sjaldgæfir á þeim svæðum en algengir í skriðusvæðunum lengra til norðurs.  Vorúrkoman hleypir skammvinnu lífi í margar litskrúðugar blómplöntur.

Dýralíf er allfjölbreytt, þótt náttfarar meðal dýranna geri gestum erfitt fyrir að sjá þá.  Þarna þrífast kanínur og nokkrar tegundir nagdýra (antilópuíkornar, pokarottur og eyðimerkurskógarottur), sem sléttuúlfar, refir og villikettir veiða.  Stærsta villta spendýrið á þessum slóðum er stórhyrnda eyðimerkursauðféð.  Litlar hjarðir slíkra dýra er einkum að finna í fjöllunum báðum megin dalsins en stundum á dalbotninum.  Villtir asnar, afkomendur dýra, sem landnemarnir misstu frá sér, hafa fjölgað sér svo mikið að hætta er á ofbeit, sem getur leitt til breytinga á fánu þessa svæðis.

Svo virðist við fyrstu sýn, að eina fuglategundin á svæðinu sé hrafnar vegna þess, hve margir þeir eru, en við fyrstu líffræðilegu rannsóknina árið 1890 fundust 78 tegundir fugla og næstum þrefaldur sá fjöldi fór um svæðið í farflugi.  Mikið er um eðlur en snákar eru tiltölulega sjaldgæfir.  Það er jafnvel hægt að finna fisk í dalnum (Cyprinodon).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM