Palm Springs Kalifornía Bandaríkin,


PALM SPRINGS
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Palm Springs er borg og vin í eyðimörkinni.  Hún er nútíma íbúðasamfélag og vetrardvalarstaður, frægur fyrir góða golfvelli.  Inni í borginni standa hlutar verndarsvæðis indíána, Agua Caliente.  Í grenndinni eru fjallið Mount San Jacinto (3301m; kláfferja) og Joshua Tree þjóðarminnismerkið.  Bærinn var upphaflega kallaður Agua Caliente (heitt vatn).  Hann var meðal viðkomustaða á hestvagnaleiðinni milli Nýja-Mexíkó og Los Angeles.  Þarna fór að þróast íbúðabyggð þegar á níunda áratugi 19. aldar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 40 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM