Pasadena Kalifornía Bandaríkin,


PASADENA
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Pasadena er borg við rætur San Gabriel-fjalla í Kaliforníu.  Hún er setur Tæknistofnunar Kaliforníu, þar sem eru gerðar tilraunir með hreyfla í eldflaugar í samvinnu við NASA, og fjölda fyrirtækja í hátækniiðnaði.  Árlega eru haldnar svokallaðar Rósakeppnir á nýársdag í borginni (fyrst 1890).  Borgarstæðið er á hluta þess lands, sem trúboðsstöðin San Gabriel átti (1771).  Bændur frá Indiana stofnuðu þarna nýlendu árið 1874.  Hún þróaðist sem ferðamannastaður og ávaxtaræktarhérað um næstu aldamót og varð síðan að úthverfi Los Angeles eftir 1920.  Nafnið Pasadena var fyrst notað 1875 og kemur líklega úr máli indíána (Kóróna dalsins).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 132 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM