San Jose Kalifornía Bandaríkin,


SAN JOSE
KALIFORNÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

San Jose er meðal stærstu borga Kaliforníufylkis.  Hún er miðstöð viðskipta, flutninga, landbúnaðar, iðnaðar og hátækniþróunar í miðjum Silikóndalnum.  Þar er mikil framleiðsla elektrónískra- og raftækja, eldflauga, gúmmís, málma og vélbúnaðar.  Síðan 1960 hefur borgin verið miðstöð tækniþróunar, einkum rafræns tækjabúnaðar.  Bæði í San Jose og nágrannaborginni Palo Alto er fjöldi hátæknifyrirtækja, sem starfa í nánu samstarfi við háskóla borganna.  Í dalnum er mikið ræktað af ávöxtum og vínberjum og víngerð er víða stunduð.  Aðalháskólarnir eru San Jose ríkisháskólinn (1857) og San Jose biblíuháskólinn (1939).

Meðal áhugaverðra staða eru Egypzka Rosicrucian- og listasafnið, Borgarlistasafnið og Tæknisafnið.  Enduruppbygging gömlu borgarmiðjunnar hófst á níunda áratugi 20. aldar.  San Jose-leikvangurinn er heimavöllur San Jose-hákarlanna (íshokkí).  Hann var opnaður 1993.  Lick-stjörnuathugunarstöðin er uppi á Hamilton-fjalli í nágrenninu.  Árið 1777 var stofnað til byggðar á svæðinu og hún kölluð El Pueblo de San José de Guadalupe eftir verndardýrlingnum hl. Jósep.  Hún var fyrsta höfuðborg fylkisins á árunum 1849-51 en var áfram fremur lítil landbúnaðarborg fram að síðari heimsstyrjöldinni.  Íbúum fjölgaði um 79% á árunum 1960-90.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 782 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM