New Orleans skoðunarvert,
Flag of United States


NEW ORLEANS
SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

**Gamli borgarhlutinn, Vieux Carré, sem er líka nefndur 'Franska hverfið'.  Þar sjást frönsk og spænsk áhrif í byggingarlist.  Rómönsk heiti gatna og húsa eru eins langt frá enskri tungu og hugsast getur.  Mörg húsanna eru frá 17., 18. og 19. öld og eru með súlnagöngum, svölum úr smíðajárni, tígulsteinaþökum og oft fallegum, blómlegum görðum með brunnum.  Múrar þeirra og hliðbogar eru úr adobe-múrsteinum.  Rétt fyrir aldamótin 1900 komu negrar upp skemmtihverfi, lýstu rauðum ljósum, með þáttöku gamalgróinna kreóla og þróuðu jassinn.  Hann var leikinn í litlum sölum við eða í nánd við Bourbon Street eða Royal Street.

Skemmtistöðunum var lokað árið 1917 að skipun sjóhersins, þannig að iðkun Jassins fluttist til Memphis, St. Louis, Kansas City og Chicago og síðar til New York.  Nú er jassað á fullu í New Orleans og í Vieux Carré er aragrúi af jassbúlum og skemmtistöðum af ýmsu tagi.  Einnig er að finna fjölda minjagripa- og fornminjaverzlana, listaverkasala, gamalfrægra veitingastaða, bara, kaffistofa og nokkur hótel.

Jacksontorg er miðpunktur Vieux Carré.  Það er vaxið trjám nú en fyrrum var það heræf-ingasvæði og svið sögulegra atburða.  Á því miðju er riddaralíkneski Andrew Jackson hershöfðingja frá 1856 eftir Clark Mills.  St. Louis-dómkirkjan stendur norðvestan við torgið.  Hún er elzta kirkja landsins, byggð 1792-94, þar sem áður stóðu tvær kirkjur.  þá fyrstu byggði stofnandi Bienville 1718 en hún skemmdist í fellibyl 12. september 1722 og var endurbyggð árið eftir.  Árið 1788 eyddist hún í eldsvoða.  Til norðausturs, gegnt dómkirkjunni, er Presbytére (öldungaráð kirkjunnar) reist á árunum 1813-17 sem safnaðarhús en var lengi notað sem hæsti- og áfrýjunarréttur Louisiana.  Nú er þar deild ríkissafnsins, t.d. fuglasafn og munir tengdir kjötkveðjuhátíðum.  Meðfram suðvesturhlið dómkirkjunnar er Piratés-sund, sem heitir opinberlega Orleans' Alley.  Það er vinsælt viðfangsefni listmálara, sem sýna verk sín helzt á vorhátíðum.

Cabildo (1795) var setur spænska landstjórans og ríkisráðsins.  Þar fór fram undirskrift saminga um afsal Frakka á New Orleans til BNA árið 1803.  Nú er þar aðalhluti Louisiana-fylkissafnsins með sögulegum minjum.  til norðvesturs, gegnt Cabildo við Anthonygarðinn, sem fyrrum var notaður til hólmgangna, eer spænska vopnabúrið (1839), sem upprunalega var byggt sem fangelsi.  Við hliðina á því er La Branche húsið (1839) með fallegum smíðajárnssvölum.

Báðum megin Jacsontorgs eru Poutalba-byggingarnar, sem barónessan Poutalba lét reisa 1846-49.  Þær voru fyrstu fjölbýlishúsin í BNA.  Í hinni vestari er Poutalba-brúðusögusafnið (sjálf-virkar brúður).  Gegnt henni er Petit Théatre du Vieux Carré (1797) með leikbókasafni og við hlið-ina á því er Petit Solon (1838; í einkaeign).

Við austurhorn torgsins eru langir markaðsskálar, franski markaðurinn (1936), sem reistir voru þar sem var gamall indíánamarkaður.  Þar er seld villibráð, fiskur, ávextir, grænmeti auk fjölda vörutegunda, sem innfæddir framleiða.  Fremst við markaðinn er Caré du Monde.  Norðaustan markaðarins, við Esplanade Avenue, er Old US Mint, byggð í jónískum stíl 1835, sem prýddi bandaríska mynt til 1910.  Þar suðvesturaf, við Decatur Street, stendur 'Street Car Named Desire' eftir sögu Tennessee Williams.  Skammt norðvestar, við Chartre's Street, er Old Ursluline Convent frá 1734, fyrrum klaustur (núverandi klaustur er í nýja hluta borgarinnar), þar sem var almennings-skóli (líka fyrir indíána- og negrabörn).  Nú er þar safnaðarheimili kirkjunnar St. Mary's Italian Church, sem var byggð 1826 á grunni klausturkirkjunnar frá 1780.  Til vesturs er Dumaine Street, þar sem Heinehúsið stendur.  Mne Miltenberger lét reisa það fyrir þrjá syni sína árið 1838 og skírði það í höfuð langa-langömmu sinnar, sem varð prinsessa af Mónakó.  Skáhallt á móti er safn.

Suðvestan torgsins, við Chartre's Street, er sögulega apóteksafnið.

Við Royal Street er villidýrasafnið og fjölbreytt fiskimannasafn.

*Louisiana Superdome (1975) er stærsti leikvangur BNA undir þaki.  Hann er 207 m í þvermál og tekur 95.000 manns í sæti.

Missisippibrúin (1958) er 3 km löng, lengsta járnrimlabrú í BNA.  Spanið er 480 m.

*Kirkjugarðarnir.  Óheimilt er að taka grafir.  Því er líkum komið fyrir í grafhýsum ofanjarðar.  Fyrir áhrif sólarinnar, rakans og hitans rotna þau mjög fljótt.

*New Orleans Museum of Art.  Glæsilegt safn málverka alls staðar að úr heiminum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM