Shreveport Louisiana Bandaríkin,


SHREVEPORT
LOUISIANA

.

.

Utanríkisrnt.

Shreveport er miðstöð viðskipta og iðanaðar á miklu gas- og olíuframleiðslusvæði.  Umhverfis borgina er mikið ræktað af baðmull og timbri.  Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. raftæki, samgöngutæki, málma, vélbúnað til olíuvinnslu, efnavöru og bíla og þar eru olíuhreinsunarstöðvar.  Þarna er Ríkisháskóli Louisiana (1965), Miðháskóli Louisiana (1825), R.W. Norton-listasafnið og ópera.  Borgin fékk nafn annars stofnenda hennar, Henry M. Shreve, sem var kaupmaður og skipasmiður (gufuskip).  Hann kom á þessar slóðir árið 1833.  Iðnvæðing borgarinnar jókst til muna eftir uppgötvun olíu í grenndinni árið 1906.  Áætlaður íbúfjöldi árið 1990 var tæplega 200 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM