Portland Maine Bandaríkin,


PORTLAND
MAINE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Portland er borg í Maine-fylki.  Hún stendur að mestu úti á skaga og er mikil fiskveiði- og hafnarborg og miðstöð viðskipta og iðnaðar (prentað mál, matvæli, vefnaðarvörur, timburvörur og efnavörur).  Borgin er hliðið að sumardvalarstöðunum á eyjunum í Casco-flóa og tengist Nova Scotia með ferju.  Suður-Maine-háskóli (1878), Westbrook-háskóli (1831) og Portland-listaskólinn (1882).  Ljóðskáldið Henry Wadsworth Longfellow fæddist og bjó í Portland.  Heimili hans er nú safn.   Portlandbyggðin var stofnuð árið 1632 og hét ýmsum nöfnum framan af.  Indíánar eyddu byggðina árið 1676 og 14 árum síðar gerðu bæði Frakkar og indíánar hið sama.  Árið 1775, þegar byggðin var hluti af Falmouth, réðust Bretar á hana og ollu miklum skemmdum.  Árið 1786 var hún skilin frá Falmouth og skírð eftir Porland í Englandi.  Hún var höfuðstaður Maine-fylkis frá 1820-1832.  Árið 1866 eyddist næstum allur miðhlutinn í eldi.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 65 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM