Maine stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
MAINE

.

.

Utanríkisrnt.

Maine er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1820.  Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn, og engar takmarkanir eru á því, hve oft sami fylkisstjórinn getur boðið sig fram.  Þingið skipar aðra embættismenn fylkisins (innanríkisráðherra, fjármálaráðherra og ríkissaksóknara).

Þingið starfar í Öldungadeild (35) og fulltrúadeild (151).  Þingmenn beggja deilda eru kjörnir til tveggja ára í senn.  Þjóðin kýs tvo öldungardeildarþingmenn og tvo fulltrúadeildarþingmenn til sambandsþingsins.  Maine ræður tveimur kjörmönnum í forsetakosningum.

Flokkur lýðveldissinna hafði tögl og hagldir í stjórnmálunum frá 1850 fram á sjötta áratug 20. aldar, þegar demókratar fóru að sækja í sig veðrið heima fyrir og á vettvangi sambandsríkisins.  Árið 1968 var Edmund S. Muskie, öldungadeildarþingmaður Maine í sambandsþinginu, frambjóðandi demókrata sem varaforseti.  Framboð hans naut fylgis kjörmanna Maine, þótt þeir séu oftast hliðhollir lýðveldissinnum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM