Grand Rapids Michigan Bandaríkin,


GRAND RAPIDS
MICHIGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Grand Rapids er mikilvæg miðstöð viðskipta, flutninga og iðnaðar í vesturhluta Michigan-fylkis, þar sem hafa löngum verið framleidd fræg húsgögn.  Meðal annarrar framleiðslu borgarbúa eru málmar, plastvörur, skór, heilsuvörur, matvæli og sjúkravörur.  Borgin er setur Calvin-hálskóla (1876), Aquinas-háskóla (1923), Kendall-lista- og hönnunarháskólans og Forsetasafns Geralds R. Ford.  Ottawa-indíánar bjó á þessum slóðum fram á fyrri hluta 19. aldar.  Byggð landnemanna þróaðist úr skinnaverzlunarstað, sem var stofnaður 1826.  Húsgagnaiðnaðurinn þróaðist eftir 1840.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 190 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM