Warren Michigan Bandaríkin,


WARREN
MICHIGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Warren er iðnaðarborg nærri Detroit í Michigan-fylki (bílar, varahlutir í bíla).  Borgin styrkir Warren symfóníuhljómsveitina og nokkra leikhópa og er setur General Motors tæknimiðstöðvarinnar og þar er stórt vopnabúr hersins.  Þarna var landbúnaðarsvæði eftir að svæðið byggðist 1830, þar til iðnvæðingin komst á fullt skrið í og eftir síðari heimsstyrjöldina.  Íbúunum fjölgaði geysilega á sjöunda áratugnum.  Borgin var nefnd til heiðurs Joseph Warren, sem var stjórnmálaleiðtogi í upphafi frelsisstríðsins.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 150 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM