Duluth Minnesota Bandaríkin,


DULUTH
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Duluth er borg í Minnesota-fylki.  Hún og Superior í Visconsin-fylki hafa sameiginlega höfn við Vötnin miklu og tengist Atlantshafinu um St Lawrende leiðina.  Höfnin er lokuð vegna ísa á veturna en er engu að síður mikilvæg útflutningshöfn fyrir hráefni frá Miðvesturfylkjunum.  Mest er flutt út af járngrýti, korni, kolum, olíu og timbri.  Í Duluth er einnig framleitt talsvert af ýmiss konar vörum og lögð hefur verið áherzla á fjölbreytni í iðnaði.  Borgin er setur Minnesota-háskóla og þar er líka listastofnun, ballet, leikhús og symfóníuhljómsveit.  Rúmlega 180 m hátt klettabelti trónir yfir vatninu í borginni.

Talið er, að Sioux- og Ojibwa-indíánar hafi verið fyrstu íbúar þessa svæðis.  Á 17. öld komu nokkrir franskir landkönnuðir og gildruveiðimenn þangað, þ.á.m. Daniel Greysolon frá Duluth (Du Lhut) árið 1679 og byggðin, sem myndaðist, var nefnd eftir honum.  Þarna þróaðist verzlunarstaður með skinn árið 1672, sem skinnaverzlun John Jacob Astors réði árið 1817.  Varanleg byggð hvítra manna hófst í Duluth árið 1852.  Verzlun jókst til muna eftir opnun skipaleiðar um Soo-skipastigann við Sault Sainte Marie, við lagningu járnbrautarinnar 1870 og opnun Duluth-skipaskurðarins 1959, sem greiddi samgönguleið að vatninu.  Opnun St Lawrence-skurðarins árið 1959 jók enn á umsvifin í höfn borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 86 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM