Minnesota sagan Bandaríkin,


SAGAN
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Talið er, að dakotakvísl siouxþjóðarinnar hafi verið fyrstu indíánarnir, sem helguðu sér svæði í núverandi Minnesota.  Ojibwa eða chippewa voru á norðurhluta Atlantshafsstrandarinnar, þegar þeir fluttust í stórum hópum vestur á bóginn á 16. öld.  Næstu öldina réðust þeir inn á svæði dakota-sioux-indíánanna og stóðu í erjum og stríði við þá í tvær alder.  Sioux-indíánarnir höfðu meiri áhyggjur af komu ojibwa en hvítu landnemanna.

Fyrstu landkönnuðir.  Fyrstu Evrópumennirnir voru franskir skinnakaupmenn og landkönnuðir (Médard Chouart, sieur des Groseilliers og Pierre Esprit Radisson).  Árið 1679 kom franski landkönnuðurinn Daniel Greysolon, sieur Duluth með leiðangur til núverandi Norður-Minnesota og byggði virki við Superior-vatn.  Hann helgaði Frökkum allt svæðið.

Brezk og amerísk áhrif.  Áhrif Frakka minnkuðu eftir 1763, þegar þeir létu Bretum hluta af Minnesota eftir í samningunum í lok fransk-indíánastríðsins (1754-63).  Að loknu sjálfstæðisstríði BNA (1783) varð landið milli Vatnanna miklu og Mississippi-fljótsins hluti hinna nýju BNA.  Landið vestan Mississippi bættist við með Louisianakaupunum árið 1803.  Brezk verzlunarfélög héldu yfirráðum í skinnaverzluninni til 1805, þegar amerískur hermaður, Zebulon M. Pike var sendur með litla sveit manna til að tryggja yfirráð BNA á þessum slóðum.

Brezku og kanadísku skinnakaupmennirnir þumbuðust við og hurfu ekki á braut fyrr en eftir stríðið 1812.  Þremur arum síðar takmörkuðu yfirvöld BNA skinnaverzlunina við borgara sambandsríkisins og Ameríska skinnafélagið (John Jacob Astor) tók við af brezka Norðvesturfélaginu í Minnesota.

Nokkrir landnemar komu eftir 1815 og sveitir sambandshersins voru sendar þeim til verndar og landamæragæzlu.  Fyrsta virkið, Fort St Anthony (síðar nefnt Fort Snelling), var byggt 1819 og fyrsta stóra byggðin, Mendota, myndaðist í umhverfis það.  Stofnun aðalverzlunarstaðar Ameríska skinnafélagsins þar 1834 og viðskiptin, sem fóru fram við indíána í virkinu auk þess, að það var aðalmiðstöð kristinna trúboða, gerðu Mendota að aðalmiðstöð landnámsins í norðvesturhluta BNA.  Árið 1837 seldu indíánar Bandaríkjastjórn þríhyrnt svæði milli Mississippi og St Croix-ánna.  Skömmu síðar hófst fyrsta skóganýtingin á svæðinu og landnemar frá austurfylkjunum flykktust að.

Hinn 26. ágúst 1848 fundaði hópur Minnesotabúa í Stillwater til að leggja drög að skipulagi Minnesotahéraðs.  Næsta ár lauk verkinu og mörk héraðsins voru þau sömu og landamæri fylkisins eru nú nema vesturmörkin, því landið vestan Mississippi og White Earth-ánna var talið eign indíána.

Árið 1851 voru gerðir nokkrir samningar við sioux-indíánana, sem létu rúmlega 11 miljónir hektara af hendi og héldu aðeins mjórri ræmu meðfram Minnesota-ánni.  Í kjölfarið streymdu þúsundir landnema að.  Minnesota varð fylki í BNA hinn 11. maí 1858.  Þennan áratug fjölgaði íbúunum úr 5.354 í 172.000.

Óánægja óx meðal indíánanna vegna ósanngjarnra viðskiptahátta hvítu kaupmannanna og ágangs landnemanna þar til þeir gerðu uppreisn 1862.  Rúmlega 500 landnemar og hermenn týndu lífi áður en tókst að sigra indíánana endanlega í orrustunni við Skógarvatn í september 1862.  Þeir voru sviptir rétti sínum til verndarsvæðanna og 26. desember 1862 voru 38 þeirra hengdir í Mankato eftir að hafa hlotið dóm fyrir að myrða hvíta menn.  Minnesota var meðal fyrstu fylkja til að senda sjálfboðaliða til þátttöku í sjálfstæðisstríðinu.

Vöxtur eftir sjálfsstæðisstríðið.  Í kringum 1870 blómstraði efnahagur fylkisins og íbúafjöldinn var næstum 500.000.  Ræktað land náði yfir rúmlega 400.000 hektara og mest var ræktað af hveiti.  Minneapolis varð fljótlega aðalmiðstöð hveitivinnslu í heiminum.

Timuriðnaðurinn varð aðalundirstaða efnahagsins vegna mikillar eftirspurnar í fylkinu og í austurfylknunum.  Járnbrautir voru lagðar í allar áttir til að þjóna hinum vaxandi iðnaði.  Fylkisstjórnin og iðnfyrirtækin stóðu að opnun skrifstofa á Atlantshafsströndinni og í Evrópu til að auka landnámið.

Námuvinnsla hófst árið 1884 í Vermilion-fjöllum og nokkrum arum síðar í Mesabi-fjöllum.  Í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar stóð Minnesota undir 70% járngrýtisnáms í BNA.
Síðla á 19. öldinni fór hið mikla hveitiframboð Minnesota og annarra miðvesturfylkja að valda lækkuðu verði á mörkuðum.  Þá snéru bændur fylkisins sér í auknum mæli að ræktun maís og annarra fóðurtegunda til að draga úr skaðanum, þannig að mjólkur- og kjötframleiðsla jókst.

20. öldin.  Stórnmálasamtökum landbúnaðarverkamanna óx fiskur um hrygg á fyrstu áratugum 20. aldar og nokkrir hópar stofnuðu flokk árið 1922.  Árið 1936 vann flokkurinn bæði sæti fylkisins í fulltrúadeild sambandsþingsins, næstum öll embætti fylkisins og forsæti í fulltrúadeild fylkisins.  Samtímis hurfu áhrif hans innan flokks lýðveldissinna (Repubicans).  Árið 1944 hófst samstarf hans og demókrata, sem hefur haldið áfram með góðum árangri.

Eftirspurn eftir hágæða járngrýti minnkaði snemma á sjötta áratugnum, þannig að járniðnaðurinn jók framboð lággæðagrýtis (taconít), sem fjárfestar styrktu með 1 miljarði dollara til ársins 1970.  Úrgangur frá taconítvinnslunni olli mikilli mengun við Superior-vatnið og seint á áttunda áratugnum var framleiðendum skipað að koma honum fyrir annars staðar.  Efnaiðnaður og framleiðsla tölva og þungaiðnaður uxu um 21% á árunum 1986-90 og stóð undir 2,8 miljarða launum verkamanna.

Á níunda áratugnum urðu miklar umbætur í mennta- og samgöngumáluum og stjórnun mengunar- og landnýtingarmála.  Árið 1987 varð Minnesota fyrst fylkjanna til að samþykkja lög um fæðingarorlof beggja foreldra barna.  Það var meðal fremstu landbúnaðarfylkja BNA á tíunda áratugnum en varð fyrir miklum búsifjum í flóðunum í Mississippi og öðrum ám í miðvesturhluta BNA árið 1993.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM