Lake of the woods Minnesota Bandaríkin,


LAKE OF THE WOODS
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Skógavatn (Lake of the Woods) liggur meðfram landamærum BNA og Kanada og teygist inn í Manitoba (K), Ontaríó (K) og Minnesota-fylki.  Lögun þess er mjög óregluleg en þetta fallega vatn er allt að 115 km langt og flatarmál þess 4349 km².  Það er grunnt og í því er urmull af fiski.  Það er prýtt hundruðum, skógi vaxinna eyja, sumar ferðamannastaðir.  Regná (Rainy River) rennur til vatnsins úr suðaustri og úr norðvesturhlutanum rennur Winnipeg-áin.  Minnesota-hlutinn er u.þ.b. fjórðungur heildarflatarmálsins og þar er nyrzti hluti BNA, ef Alaska er ekki talið með.  Fyrrum var vatnið mikilvæg samgönguleið fyrir skinnakaupmenn og síðar landnema áður en kanadíska kyrrahafsjárnbrautin var lögð rétt norðan þess.  Skógarvatn er leifar horfins jökullóns, sem var mun stærra.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM