St Paul Minnesota Bandaríkin,


St PAUL
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

St Paul, höfuðborg Minnesota-fylkis, er tvíburaborg Minneapolis við Mississippifljótið.  Auk þess að vera setur fylkisstjórnarinnar er borgin miðstöð iðnaðar, flutninga, viðskipta og menntunar.  Borgarbúar framleiða m.a. matvæli, bjór, vélbúnaður, rafeindatæki, efnavöru, prentað efni, benzín og plastvörur.  Meðal áhugaverðra staða er Þinghúsið (1904; arkitekt Cass Gilbert, BNA), Listasafnið og Vísindasafnið.  Borgin er setur Fylkisháskólans (1971), Macalester-háskólans (1874), Hamline-háskólans (1854), Concordia-háskólans (1893), Háskóla hl. Katrínar (1905), Lúterska guðfræðiskólans (1869), William Michell-lögfræðiháskólans (1900) og fjölda annarra æðri menntastofnana.

Franski trúboðinn og landkönnuðurinn Louis Hennepin heimsótti þetta svæði, sem var byggt Sioux- og Kaposia-indíánum, árið 1680.  Árið 1805 fór þarna um opinber könnunarleiðangur, sem hafði það verkefni að kanna vatnasvið Mississippifljótsins, og samdi um landnotkun við indíánana.  Snelling-virkið var byggt árið 1817 við ármót Minnesota- og Mississippifljótanna.  Árið 1838 gerðist fransk-kanadíski kaupmaðurinn Pierre Parrant (kallaður Svínsauga) fyrsti landneminn á núverandi borgarstæði St Paul árið 1838.  Byggðin gekk undir nafninu Pig’s Eye til 1841, þegar núverandi nafn var tekið upp með tilvísun til kapellu hl. Páls, sem var á þessu svæði.  Árið 1849 var þessi byggð gerð að höfuðborg Minnesota-héraðs og varð stjórnsetur fylkisstjórnarinnar, þegar Minnesota gekk í fylkjasambandið 1858.  Fyrsta járnbrautin náði til St Paul árið 1862.  Eftir 1880 var borgin orðin mikilvæg samgöngu- og flutningamiðstöð með miklum kvikfjárflutningum og síðan hóf iðnvæðingin innreið sína.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 272 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM